Norðurljósið - 01.01.1982, Side 46

Norðurljósið - 01.01.1982, Side 46
46 NORÐURLJÓSIÐ Þessi skjöl og bækur lágu þar enn. Og mér fannst ekki gott, þeg- ar Jesús fór þangað. Ymislegt fleira var á borðinu, meðal annars hnattlíkan af heiminum. A veggnum hékk „ráðgjafi minn“. Nú gerðist hið einkennilega atvik, að versin fyrir þennan dag voru Matt. 6.19.-21.: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela. En safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, því að þar, sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“ Þegar þessi óvænta sýn blasti við mér, blygðaðist ég mín niður fyrir allar hellur. I flýti safnaði ég saman af borðinu þessum kjörgripum mínum og setti „hjartað“ aftur í eldtrausta skápinn. Þegar ég kom aftur að borðinu, stóð Drottinn þar ennþá. Hann horfði á hnattlíkanið af heiminum og starði hugsandi á ýmsa heimshluta og lönd. Þó að hann segði ekkert, var eins og ég væri stunginn í hjartað og neyddur til að viðurkenna, hve þessi verðbréf mín hefðu getað hjálpað til, að allur heimurinn fengi að heyra fagnaðarboðskapinn. Eg er viss um, - þegar Drottinn var að horfa á hnattlíkanið - að hann hugsaði ekki svo mikið um landfræðilega hluti, heldur um mannssálirnar, sem hann dó fyrir á krossinum á Golgata. Um leið og hann leit upp spurði hann mig: „Lifír þú í trú?“ Það hafði ég alltaf haldið, að ég gerði. Hafði ég ekki alltaf verið fús til að starfa að verki Drottins? Hafði ég ekki alltaf látið mér nægja að lifa á meðallaunum? Eg flýtti mér að koma með einhverja afsökun. En það var eins og hann tæki ekki eftir því. „Að hverju leyti er líf þitt ólíkt lífi heiðvirðs heimsins manns nú á dögum? Þið safnið ykkur báðir fjársjóðum til ókomins tíma. Þið lítið báðir á jarðneska hluti hvað því viðvíkur: aðeiga örugga, jarðneska framtíð í vændum hér í heimi. Að hvaða leyti er líf þitt nokkuð öðruvísi? Lifið þið ekki báðir í skoðun, en ekki trú?“ spurði hann. Þegar hann sagði þetta á þennan hátt, varð ég að viðurkenna, að svo var. Með titrandi hjarta varð ég að kannast við, að líf mitt væri að þessu leyti ekki fremur yfírnáttúrlegt en hjá óendurfæddum vinum mínum. Það var eins og heiðursmerkin mín dyttu af veggnum og feldu sig undir borðinu. Ég hafði lagt hart að mér til að fá þau. Ég hafði verið mjög stoltur af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.