Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 46
46
NORÐURLJÓSIÐ
Þessi skjöl og bækur lágu þar enn. Og mér fannst ekki gott, þeg-
ar Jesús fór þangað. Ymislegt fleira var á borðinu, meðal annars
hnattlíkan af heiminum. A veggnum hékk „ráðgjafi minn“. Nú
gerðist hið einkennilega atvik, að versin fyrir þennan dag voru
Matt. 6.19.-21.: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem
mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela. En
safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né
ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, því að þar, sem
fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“
Þegar þessi óvænta sýn blasti við mér, blygðaðist ég mín
niður fyrir allar hellur. I flýti safnaði ég saman af borðinu
þessum kjörgripum mínum og setti „hjartað“ aftur í eldtrausta
skápinn. Þegar ég kom aftur að borðinu, stóð Drottinn þar
ennþá. Hann horfði á hnattlíkanið af heiminum og starði
hugsandi á ýmsa heimshluta og lönd. Þó að hann segði ekkert,
var eins og ég væri stunginn í hjartað og neyddur til að
viðurkenna, hve þessi verðbréf mín hefðu getað hjálpað til, að
allur heimurinn fengi að heyra fagnaðarboðskapinn. Eg er viss
um, - þegar Drottinn var að horfa á hnattlíkanið - að hann
hugsaði ekki svo mikið um landfræðilega hluti, heldur um
mannssálirnar, sem hann dó fyrir á krossinum á Golgata.
Um leið og hann leit upp spurði hann mig: „Lifír þú í trú?“
Það hafði ég alltaf haldið, að ég gerði. Hafði ég ekki alltaf verið
fús til að starfa að verki Drottins? Hafði ég ekki alltaf látið mér
nægja að lifa á meðallaunum? Eg flýtti mér að koma með
einhverja afsökun. En það var eins og hann tæki ekki eftir því.
„Að hverju leyti er líf þitt ólíkt lífi heiðvirðs heimsins manns
nú á dögum? Þið safnið ykkur báðir fjársjóðum til ókomins
tíma. Þið lítið báðir á jarðneska hluti hvað því viðvíkur: aðeiga
örugga, jarðneska framtíð í vændum hér í heimi. Að hvaða leyti
er líf þitt nokkuð öðruvísi? Lifið þið ekki báðir í skoðun, en ekki
trú?“ spurði hann.
Þegar hann sagði þetta á þennan hátt, varð ég að viðurkenna,
að svo var. Með titrandi hjarta varð ég að kannast við, að líf mitt
væri að þessu leyti ekki fremur yfírnáttúrlegt en hjá
óendurfæddum vinum mínum. Það var eins og heiðursmerkin
mín dyttu af veggnum og feldu sig undir borðinu. Ég hafði lagt
hart að mér til að fá þau. Ég hafði verið mjög stoltur af