Norðurljósið - 01.01.1982, Síða 50
50
NORÐURLJÓSIÐ
Borgundarhólmsklukkan stóð þar í stofunni. Þegar Jesús
stóð þarna, var eins og tik - tak hljóðið yrði sterkara en áður. A
einhvern óvenjulegan hátt tók ég eftir því, hve fljótt tíminn
líður. Eg fór að hugsa um, hvernig við höfðum, við ýmis
tækifæri, safnast saman í þessari stofu og talað um einskisverð
málefni. Þessum kvöldum hafði verið eytt til ónýtis. Mikið
talað, en ekkert af því hafði nokkurt gildi fyrir eilífðina. Hjarta
mitt tók að slá mjög hratt, þegar Jesús fór yfír að sjónvarps-
stólnum. Ég óttaðist, hvað hann mundi nú segja. Allur sá eyddi
tími, sem farið hafði í það: að horfa á gagnslausa hluti í
eðlilegum litum. Sú ótilhlýðilega skemmtun, sem var þannig,
að við hrukkum svo að segja við, ef nokkur úr söfnuðinum kom
þar inn. Það var engum vafa undirorpið, að sjónvarpið hafði
flutt heiminn inn í heimili mitt. Jesús sagði ekki neitt. Hann
sagði ekki, að þetta væri rangt. Hann sagði ekki, að það væri
synd. Hann sagði alls ekkert, og þess vegna fór mér að líða enn
verr.
Þegar ég stóð þarna hjá Drottni, veitti ég því athygli, sem ég
hafði ekki fyrri tekið eftir. Gluggatjöldin, - mundi ég nokkurn
tíma gleyma, hve dýr þau voru. Ég hafði leitað í nærri því
hverri vefnaðarvörubúð í landinu til að fínna þau, sem ættu við
húsmunina og teppið. Slagharpan, hinn yndislegi sálmasöng-
ur í sambandi við hana. Eitt kvöld, þegar unga fólkið var þar að
syngja, spurði það, hvort nokkur óskaði eftir að láta syngja
einhvern sérstakan sálm. Þegar ég stakk upp á því, að við
skyldum syngja dýrmæta, kæra sálminn: „Ég er gestur, ég er í
útlegð, ég aðeins bý í tjaldi hér,“ þá heyrði ég skemmtilegan
ungling hvísla háðslega: „Já, það er bara svona, hann býr að-
eins í tjaldi.“
Ég veit ekki, hvers vegna ég fór að hugsa um fagnaðarárið í
gamla testamentinu. Fimmtugasta hvert ár komst eignin aftur
í hendur fyrri eigenda. Því meir, sem fagnaðarárið nálgaðist,
því minna varð söluverðmæti eignarinnar. í huganum gerði ég
vörutalningu á eignum mínum og varð að játa, hvað mér
viðveik minnkaði verðmæti þeirra eftir því, sem endurkoma
Drottins nálgaðist. I dag gat ég notað eigur mínar til að
útbreiða fagnaðarerindið. - A morgun gátu þær verið orðnar
algerlega verðlausar fyrir mig.