Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 60
60
NORÐURLJOSIÐ
væri barnið hans og við treystum honum að öllu leyti í því, sem
væri hans fullkomni vilji.
Aftur hringdi síminn. Var það einn af kennurum Díönu, sem
var viðstaddur, þegar slysið vildi til. Gat hann gefið okkur
nánari upplýsingar. Hafði maður, undir áhrifum áfengis, sveigt
inn á mið-akbraut og rekist nálega beint á hina bifreiðina.
Báðar voru stúlkurnar í hættulegu ástandi og yfirliði.
Huggandi frið Guðs og leiðbeiningu fundum við, er við
ílýttum okkur að búa okkur af stað til Fayetteville. Erfiðast var
að segja Randy Bell þetta, ágæta, unga manninum, sem
hafði beðið Díönu með orðum 34. Sálmsins: „Miklið Drottin
ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.“ Randy var á
skíðum í Colorado, og við hittum hann þar til að fljúga saman
til Díönu.
Er við komum til Arkansas, námum við staðar hjá John
Brown háskólanum. Þar fréttum við, að Beth, fögur, sannkrist-
in stúlka, væri farin héðan til að vera hjá Drottni sínum
skömmu eftir slysið. Niðurbrotin héldum við til Fayetteville til
að dvelja þar næstu 6 vikurnar.
Diana var á gjörgæsludeild og í sambandi við allan þann
útbúnað, sem þörf er á til að viðhalda lífmu. Drottinn lagði til
sannkristinn tauga-sérfræðing, sem lét okkur vita, að hún hafði
orðið fyrir heilaskemmdum. En skurðlækningar þyrfti ekki við.
Náð Guðs varð augljós, er vinir fóru að koma og sækja okkur,
taka þátt í sorg okkar og biðja með okkur.
Drottinn hélt áfram að uppörva okkur á sinn fullkomna hátt.
Er þriðjudagur kom, fann Jack, að hann gæti farið til Sílóam,
þar sem halda skyldi minningarathöfn um Betu. Þegar Jack
kom, var hann spurður, hvort hann vildi ekki ávarpa nemenda-
hópinn. Samþykkti hann það fúslega. Hann gat sagt
nemendunum, hvernig Diönu leið, að hún væri enn meðvit-
undarlaus. En Guð hafði hlíft henni við beinbroti. Jack bað svo
nemendahópinn að biðja fyrir honum, því að hann ætlaði í
fangelsið og hitta Dennis Crabtree, sem ekið hafði á stúlkurnar.
Hann sagði, að hann vildi láta Dennis vita, að það væri einungis
vegna Krists, að við gætum fyrirgefið honum dauða Betu og
það ástand, sem elskuð dóttir okkar væri í.
Jack fór til fangelsisins, en fékk ekki að sjá Dennis, því að