Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 66
66
NORÐURLJÓSIÐ
Börnin fóru þegar að elta skepnurnar. En það var fyrst
tveimur stundum síðar, sem þeim tókst að handsama þessar
ofsahræddu skepnur. Tók það börnin klukkustund að komast
aftur á veginn. Þar sem börnin voru nú orðin svöng, settu þau
sig niður og borðuðu nesti sitt. En kindurnar bitu gras og
lyng, sem óx við vegarbrúnina.
Þegar Maríanna og Eiríkur fóru að heiman, hafði verið
sólskin og kyrrt veður. Þó sáust dimm ský lengst úti við
sjóndeildarhringinn. Nú er þau voru orðin svo seint fyrir, var
farið að hvessa. Var senn skollið á stormviðri. Svörtu skýin
huldu nú allan himininn. Er börnin komu niður að sjónum, sáu
þau toppa hárra aldna, sem hvítir voru af froðu. Nú var fallið
að, og flóðgarðurinn alveg undir sjó. Við komumst ekki yfír
um! kallaði Eiríkur.
En kæri bróðir, við verðum að komast heim. Hugsaðu um
vesalings pabba, sem liggur og þjáist, af því að hann hefur
engar töflur, svaraði Maríanna. í lyfjabúðinni höfðu börnin
keypt glas með kvalastillandi töflum, sem faðir þeirra notaði, er
hann var veikur. Þær höfðu þrotið um morguninn.
Við komumst ekki yfir flóðgarðinn í svona öldugangi, sagði
Eiríkur ráðþrota. Hrygg stóðu börnin hlið við hlið og störðu á
æstan sjóinn. Greinilega gátu þau séð ástkæra heimilið sitt.
Mávarnir flugu yfir þeim með hásu gargi, og ennþá hvessti
meir.
Við fáum bátinn hérna lánaðan, sagði Eiríkur og benti á bát,
sem lá þar rétt hjá, bundinn við akkeri.
Heldur þú, að við ráðum við að sigla í svona stormi? spurði
Maríanna. Það gladdi hana engan veginn að eiga að sigla. Samt
var hún mjög heimfús.
Eg held það takist, sagði Eiríkur vongóður. Þau systkinin
settust svo í bátinn. En jafnskjótt og akkerisfestin var laus, rak
bátinn undan vindinum, er stóð af landi. Eiríkur reyndi að
stýra, en jafnvel með hjálp systur hans reyndist það ekki hægt.
Hraðar og hraðar rak farkost þeirra frá landi og lengra og lengra
út, svo að leiðin lá fjarri heimili þeirra. Sjáðu, þarna er mamma!
hrópaði Maríanna og fór að gráta. Eiríkur leit í sömu átt og varð
náfölur. Uppi á bakkanum sáu börnin móður sína. Þau vissu,
hvað hún þjáðist af því að sjá þau þarna úti. Þau vissu, að bæði