Norðurljósið - 01.01.1982, Side 76

Norðurljósið - 01.01.1982, Side 76
76 NORÐURLJOSIÐ Tvisti þótti höggin sár. Hvorki ásinni tryppisævi, né í stuttri samvist við eiganda sinn, hafði hann þurft að reyna annað eins. Hræðsla, reiði, sársauki spegluðust í augum hans. Loksins vann hann bug á beyg sínum við keldudragið. Hann hóf sig á loft, freistaði stökksins, heppnaðist það sæmilega vel. Framfætur náðu traustu taki á bakkanum hinum megin, þótt hinir lentu í draginu, en þeir losnuðu fljótt. Þá var hann kominn yfír um. Eg klappaði honum og strauk makka hans. Skapið hans sefaðist, en hann hafði lært það, að hann mátti treysta manninum, sem var eigandi hans. Hve sterkt það traust var, fékk ég að sjá síðar. Ég var frammi á hálsinum að smala. Kom ég þá að keldudrögum, sem lágu niður úr Efri-flóanum. Ég sá, að þar voru traustar þúfur og það stórar, að klárinn gæti fótað sig á þeim. Ég lagði því á hann þá prófraun, að ég stökk alltaf þúfu af þúfu. Hann gerði slíkt hið sama, og yfirförin varð slysalaus. Getur ekki átt sér stað, að saga þessi endurtakist, þó að vísu í breyttri mynd. Vera má, að hún fmnist í Nlj. á öðrum stað: Gætum við ekki komist í þær kringumstæður, þú og ég, að við séum alls ekki fús til þess, að Guð taki að sér stjórn á ævi okkar? Fyrirhugað hefur hann okkur braut, sem við eigum að ganga. Við viljum ekki fara hana. Átt getur sér stað, að hann hafi kallað okkur til að ganga braut trúar og hlýðni við Krist. En við höfum ekki viljað fara hana. Þá geta höggin komið. Ef til vill koma þau eins og sárustu vonbrigði, slys eða heilsuleysi. Þetta eru óbrigðul tákn þess, að Guð elskar okkur. „Alla þá, sem ég elska, þá tyfta ég og aga,“ segir Drottinn. Vonbrigði, sorgir, sjúkdómar, jafnvel slys geta mætt okkur, ef við skyldum þá, er þetta kemur fyrir, líta upp til Drottins og leggja okkur alveg í vald hans, leita hjálpar hans. Það verður lítið úr mannlífi, skoðað í ljósi eilífðarinnar, sem ekki lætur Guð stjórna því. Byrjunarsporið, sem Guð vill, að allir menn stígi, er það: að þeir þiggi gjöf eilífs lífs, sem hann býður þeim í Kristi. Þeir eiga að leggja sálu sína og framtíð alla í hendur honum, sem elskar oss mennina. Gleymdu því ekki, að Guð elskar þig, - jafnvel þegar hann hirtir þig. c „
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.