Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 76
76
NORÐURLJOSIÐ
Tvisti þótti höggin sár. Hvorki ásinni tryppisævi, né í stuttri
samvist við eiganda sinn, hafði hann þurft að reyna annað eins.
Hræðsla, reiði, sársauki spegluðust í augum hans.
Loksins vann hann bug á beyg sínum við keldudragið. Hann
hóf sig á loft, freistaði stökksins, heppnaðist það sæmilega vel.
Framfætur náðu traustu taki á bakkanum hinum megin, þótt
hinir lentu í draginu, en þeir losnuðu fljótt. Þá var hann
kominn yfír um. Eg klappaði honum og strauk makka hans.
Skapið hans sefaðist, en hann hafði lært það, að hann mátti
treysta manninum, sem var eigandi hans.
Hve sterkt það traust var, fékk ég að sjá síðar. Ég var frammi
á hálsinum að smala. Kom ég þá að keldudrögum, sem lágu
niður úr Efri-flóanum. Ég sá, að þar voru traustar þúfur og það
stórar, að klárinn gæti fótað sig á þeim. Ég lagði því á hann þá
prófraun, að ég stökk alltaf þúfu af þúfu. Hann gerði slíkt hið
sama, og yfirförin varð slysalaus.
Getur ekki átt sér stað, að saga þessi endurtakist, þó að vísu í
breyttri mynd. Vera má, að hún fmnist í Nlj. á öðrum stað:
Gætum við ekki komist í þær kringumstæður, þú og ég, að við
séum alls ekki fús til þess, að Guð taki að sér stjórn á ævi okkar?
Fyrirhugað hefur hann okkur braut, sem við eigum að ganga.
Við viljum ekki fara hana. Átt getur sér stað, að hann hafi kallað
okkur til að ganga braut trúar og hlýðni við Krist. En við höfum
ekki viljað fara hana.
Þá geta höggin komið. Ef til vill koma þau eins og sárustu
vonbrigði, slys eða heilsuleysi. Þetta eru óbrigðul tákn þess, að
Guð elskar okkur. „Alla þá, sem ég elska, þá tyfta ég og aga,“
segir Drottinn. Vonbrigði, sorgir, sjúkdómar, jafnvel slys geta
mætt okkur, ef við skyldum þá, er þetta kemur fyrir, líta upp til
Drottins og leggja okkur alveg í vald hans, leita hjálpar hans.
Það verður lítið úr mannlífi, skoðað í ljósi eilífðarinnar, sem
ekki lætur Guð stjórna því.
Byrjunarsporið, sem Guð vill, að allir menn stígi, er það: að
þeir þiggi gjöf eilífs lífs, sem hann býður þeim í Kristi. Þeir
eiga að leggja sálu sína og framtíð alla í hendur honum, sem
elskar oss mennina.
Gleymdu því ekki, að Guð elskar þig, - jafnvel þegar hann
hirtir þig. c „