Norðurljósið - 01.01.1982, Side 81
NORÐURLJÓSIÐ
81
Hálftíma síðar kom hann upp úr káetu sinni, sigurviss og
djarfur. Nú var það hann, en ekki ég, sem stjórnaði. Hann
skipaði, að seglin öll skyldu þanin út, að við skyldum útbúa svo
margar rennur, sem væri unnt og taka fram öll ílát, sem væru
tiltæk.
Sjómennirnir gömlu stóðu forviða og spurðu, til hvers ætti
að nota þau.
Það kemur vatn, svaraði pilturinn.
Hvaðan ætti það að koma? mótmæltu sumir. Himinn
hvelfist heiðblár yfir okkur.
Það kemur vatn úr himninum, svaraði pilturinn sigrihrós-
andi, því að ég hef beðið Guð um það.
Við gátum ekkert annað gjört en að hlýða honum. Við
þurftum ekki að bíða lengi, því að við sáum stórt, svart
þrumuský í fjarska. Það nálgaðist skipið meir og meir og hellti
svo því, sem það innihélt, yfir bátinn okkar.
Það varð sjómönnunum stritvinna: að varðveita allt vatnið,
sem hellt var yfir bátinn okkar. I rauninni fengum við meira
vatn en við gátum geymt.
Þú skilur það, hirðir, að þetta var sú vakningarræða, sem
vakti mig. Káetudrengurinn varð það verkfæri Guðs, er
honum þóknaðist að nota til að koma mér á kné. En meira
gerðist en það. Eftir því, sem ég get munað best, urðu allir á
skipinu sannfærðir og trúaðir frá þeirri stundu. Þegar við
nokkrum mánuðum síðar, sigldum inn í höfnina þar, voru allir
skipverjar frelsaðir.
Jú, Guð er máttugur. Þannig lauk skipstjórinn gamli sögu
sinni.
(Þýti úr Livets Gang. S.G.J.)
„Þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: ef vér biðjum
um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss.“ (1. bréf Jó-
hannesar, 5. kap., 14. vers.)
„Ef þér biðjið einhvers í mínu nafni, mun ég gjöra það.“
(Jóh. 14.14.)