Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 96
96
NORÐURLJÓSIÐ
atriði þessara sagna hljóta að hafa verið alkunn þeim mönnum
eða kynslóðum, er mynduðu kínverska letrið í öndverðu.
Enginn maður veit, fyrir hve mörgum þúsundum ára það varð
til.
I kínversku ritmáli eru 50.000 merki. Þau tákna ekki
bókstafi, heldur orð. Stafróf er ekki til. Orðin voru upphaflega
myndletur, ónákvæmar myndir af því, sem orðin eiga að
merkja. Eftirfarandi upplýsingar fékk ég hjá vini mínum, er
búsettur hefur verið árum saman í Kína. Ritar hann og talar
kínversku liðugt.
1. Merkið fyrir tré er lóðrétt strik með tvær rætur og tvær
greinar. Merkið fyrir yfirlýsingu er gert af fimm strikum,
og er ekki hægt að líkja þeim við nokkuð. Þegar svo tvö tré
eru sett ofan á merkið fyrir yfirlýsingu, þá tákna þessi
sameinuðu merki að banna. Takið nú eftir: Þegar forn-
Kínverjar vildu nota bestu aðferð til að lýsa hugmyndinni:
að banna, fannst engin betri en sú: að vitna tilyfirlýsingar
um tvö tré.
,,En af skilningstrénu góðs og ills af því máttu ekki eta“.
(1. Mós., 2.17.). „Aðeins að hann rétti nú ekki út hönd sína
og eti og lifi eilíflega. “ Þá lét Drottinn Guð hann í burt fara
úr aldingarðinum í Eden. (1. Mós. 3.22., 23.).
I þessu kínverska orði virðist vera ákveðið merki þess, að
menn vissu um bann Drottins viðvíkjandi þessum tveimur
trjám.
2. Annað tákn merkir konu. A kínversku sýndu menn
hugtakið að þrá eða ágirnast með því: að hafa merkin fyrir
tvö tré og konu.
Við hvað getur þetta átt, eigi það ekki við syndafallið?
En sagt er frá því í 3. kafla 1. bókar Móse. Allir vitum vér,
að Eva girntist ávöxtinn forboðna. Hvernig áttu Kínverjar
að vita um þetta, ef það átti sér alls ekki stað?
3. Samkvæmt 1. bók Móse var sú hegning lögð á karlmann-
inn, að jörðin yrði bölvuð hans vegna, og að hann skyldi
neyta brauðs síns í sveita síns andlits. Merkiðfyrirakurog
merkið fyrir kraftur á kínversku táknar karlmann, þegar
þau standa saman, þau tákna þann, sem verður að eyða