Norðurljósið - 01.01.1982, Síða 106
106
NORÐURLJÓSIÐ
Mótmæli
Hurð var skellt hart aftur.
Langur, blár trefíll flaksaðist í vindinum. Ljósgullið, sítt hár
gerði það líka. Hún hefði getað sparað sér þann hálftíma, sem
fór í það að laga á sér hárið.
Stutta nefið stóð beint upp í loftið. Klemmdur var saman
munnurinn í strik.
Hún gekk hratt.
Nei, þú færð ekki að vera með. auminginn! Vesalingur hjá
mömmu þinni! Ha-ha ha!
Nákvæmlega þetta hafði fólkið sagt, og það hló. Það var fullt
af meðaumkvun og háði.
Hún sparn fæti við ísklumpi, skreyttum steinum og sandi.
Hið versta var, að þetta var satt. Nú hafði hún látið hefndina
bitna á heimilinu, sagt sínum foreldrum, hvaða álit hún hafði á
þeim. Móðir hennar fór þá að gráta. Ekki skyldi það hjálpa
þeim. Hún ætlaði að sýna þeim, að það er ekki hægt að fara með
unga stúlku eins og smábarn. Síðan fór hún skálmandi út úr
dyrunum, gæti nálega farið á heimsenda. Hún gæti komist burt
frá þessu vesæla heimili sínu.
Nærri lá, að ekið væri yfír hana, betra að fara gætilegar.
Hún hægði dálítið gönguna, litaðist um. Hún var enn með
totu á munninum af reiði. Hún stikaði áfram. Hún ein af
hópnum varð að vera heima, eingöngu vegna heimskra
foreldra. Hún nam staðar lítið eitt. Þá komu tárin, gremjutár,
auðmýkingartár, þrjóskutár.
Hún þerraði þau í flýti, stappaði í brekkuna.
Allt í einu kipptist hún við. Langt upp í beygjunni kom
karlmaður. Hún hefði þekkt hann úr þúsundum, armsveifl-
urnar, göngulagið, þrekinn karlmaður. Þau mættust, undr-
andi.
Hefur nokkuð komið fyrir núna upp á síðkastið? spurði
hann.
Nei, svaraði hún þrjóskulega. Það hefur alltaf verið eitthvað
að. Foreldrarnir eru sem sé trúrækin og af íhaldssamara taginu,