Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 118
118
NORÐURLJOSIÐ
yðar. Við mamma erum svo leið yfir því, að Marta er grunuð
um að hafa tekið hringinn. Það hefur hún áreiðanlega ekki
gjört. Mörtu leið svo illa vegna þess, að hún var grunuð um að
vera þjófur. Æ, hvað þetta er sárt, sagði Páll. Hann hafði hreyft
brotna fótinn, svo að honum leið mjög illa og engdist af
kvölum. Þá leit frú Hoj niður og sá, að þar, sem hann hafði
sparkað í mölina, glitraði eitthvað. Hún tók það upp í flýti.
Þetta var dýrmæti hringurinn hennar, sem var horfinn.
Nú mundi hún allt í einu, hvað hafði gerst. Hringinn hafði
hún lagt á borðið. Þegar systir hennar kallaði á hana, hafði hún
stungið honum í vasa sinn, þar sem vasaklúturinn var. Hún
mundi líka, að hún hafði einmitt gengið framhjá trénu. Það var
ekki vafí á því, að þá hafði hún týnt hringnum og hann troðist
niður í lausa mölina. Hún var svo heiðarleg, að hún sagði frá
þessu öllu. Varð þá mikil gleði hjá Mörtu og móður hennar.
Auðvitað var Páll glaður líka, þótt hann yrði að liggja í nokkrar
vikur í rúminu með fótlegginn í gifsi. En hann hafði fengið að
reyna, ásamt móður sinni og systur, að Jesús megnar að hjálpa,
þegar koma þeir erfíðleikar, sem enginn getur sigrað nema
hann.
(Þýtt úr dönsku. S.G.jf.)
Frá skrifborði Viola Walden
Mann nokkurn dreymdi, að hann var á leið til himnaríkis. Er
hann kom að hliði þess, spurði hann engilinn, er hann mætti
þar, hvert hann ætti að fara. Manninum var sýnt stræti úr gulli.
Lá það að smáhýsi. Það virtist mjög viðhafnarlaust. Undrandi
spurði maðurinn engilinn: Er það hérna, sem ég á að vera? Já,
það er byggt úr því byggingarefni, sem þú hefur sent frá
jörðinni. En ég hef alltaf verið góður, kristinn maður. Kirkju
hef ég sótt reglubundið. Eg hef goldið tíund mína. Atti ég þá
ekki skilið betri dvalarstað? Jæja, svaraði engillinn. Það er
þetta. Þannig hefur þú byggt það.
(Þýtl úr Sverði Drottins. S.G.J.)