Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 124
124
NORÐURLJÓSIÐ
erfiðleika til Jesú. Hér voru ekki foreldrarnir til að hugsa um
hana. Þess vegna var það gott, að hún gat farið með allt það,
sem henni lá þungt áhjarta, tilástríkafrelsarans síns. Húnfann
einnig þennan morgun, að hún gæti látið það bíða til kvölds að
segja að hún væri orðin sjúk.
En Maja þurfti ekki að biðja frúna að leyfa sér að fara. Sonja,
dóttir hestakaupmannsins, kom sem sé alvegóvæntheim. Hún
var gift, og maður hennar hafði þurft að fara í sjúkrahús. Tók
hún að sér heimilisstörfin og vildi vera heima framyfir jól. Var
þá Maja spurð, hvort hún vildi fara? Var hún ekki sein á sér að
játa því. Það, sem hún þarfnaðist allra mest, var að komast heim
og hvíla sig eftir allt stritið, sem hún hafði haft. Fengi hún að
hvíla sig og ætti ekki of erfitt um tíma, mundi hún brátt verða
heilbrigð aftur. Aldrei framar ætlaði hún að vera óánægð með
kjör sín heima hjá pabba og mömmu. Hún hlakkaði mjög til að
komast heim til þeirra á ný. Gladdist hún mest af guðrækni-
stundinni og sameiginlega söngnum heima.
(Þýtt úr dönsku. S.G.J.)
Koma Krists
Ung stúlka giftist manni, sem var foringi í hernum. Nálega
strax eftir hjónavígsluna varð hann að fara. Hún hlakkaði til
þess, að hann kæmi aftur. Hún bjóst við honum á hverjum
degi, veitti með ánægju viðtöku bréfum hans og gjöfum, en
daglega beið hún eftir komu hans. Þegar hann svo að lokum
kom óvænt, las hún ekki bréfíð, sem var alveg nýkomið, og
gjafa-pakkann opnaði hún ekki. Hún þaut út til að faðma hann
að sér. - Þannig ættum vér að bíða eftir komu Drottins vors.
- Síra Frank W. Sneed.
(Þýtt S.G.J.)
Heimspekingur heiðinn spurði eitt sinn kristinn mann: Hvar er
Guð? Kristni maðurinn svaraði: Má ég fyrst spyrja þig: Hvar
er hann ekki? (Þýtt.)