Norðurljósið - 01.01.1982, Page 146
146
NORÐURLJÓSIÐ
skipstjórinn eða stýrimaðurinn og las þar húslestur, og einhver
bæn var nú flutt. Þarna hefðum við getað lært margt gagnlegt,
býst ég við, hefðum við hlustað á það. Á meðan, til þess að
enginn freistaðist til að renna færi til að físka, þá var hyst eitt af
seglunum, sem hét fokka, til þess að skipið hefði dálitla ferð.
Því þá var ekki hægt að renna færinu og físka. Svona gekk nú
þetta til, og svo var nú hægt að læra ýmislegt. T.d. voru á
sumum skipunum menn, sem drukku mikið áfengi. Þetta lærði
ég líka snemma, því er nú ver og miður. Mörg ógæfa í mínu lífi
og annarra spannst af því, að ég fór að drekka áfengi. Þetta var
nú svona. Væri hægt að segja mikið mál um það, en ég ætla nú
ekki að segja margt af því. Foreldrar mínir voru trúhneigðir eða
trúaðir. Eg held, að þau hafí áreiðanlega haft rétta guðstrú. Eg
man eftir að móðir mín kenndi mér bænir og vers úr Passíu-
sálmunum. Þeir voru sungnir á föstunni. Svo voru Jónsbókar-
lestrar líka. Þama hefði ég getað lært mikið, en manni fannst nú
fara heldur langur tími í að hlusta á það, svo ég var nú ekki alltaf
með hugann við það, sem verið var að lesa. Eg ætla nú ekki að
orðlengja það en um margt áminntu foreldrar mig. Hefði ég
farið eftir því, þá hefði líf mitt orðið allt annað en það varð, og
ég ekki lent í ýmiskonar ógæfu, sem ég lenti í. Það sannaðist
þar, sem Hallgrímur Pétursson segir í einum sálmi sínum
„Ungdómsþvermóðskan oftastnær ólukku og slys að launum
fær, hætt er rasandi ráði.“
Svo dó nú faðir minn. Hann var trúaður maður, og prestur-
inn, sem var hjá honum síðast, sagði, að það hafði verið eins og
himneskt andrúmsloft við dánarbeð hans. Hann hafði átt
trúaða móður, sem reyndi að flytja fólkinu Guðs orð á meðan
hún gat. Móðir mín sagði, að hún hafði verið þannig sérstök að
hún heyrðist aldrei blóta eða tala ósatt orð. Það má vera að trú-
arhneigð og guðrækni fái þau laun, eins og talað er um i
heilagri ritningu, að það komi jafnvel fram á eftirkomendum.
Svo kom að því, að faðir minn dó. Þau voru fátæk og áttu engar
eignir. En eitt fékk ég þó í arf, sem ég man eftir. Það var gömul
biblía. En ég gerði nú lítið að því að lesa hana fyrst. Þó fór ég nú
að líta í hana við og við og lesa dálítið, svo ég vissi nú töluvert
mikið um hvað stóð í biblíunni. Það er nú svo, að misjöfn er
reynsla trúaðs fólks. Hjásumumkemur þettakannski allt íeinu