Norðurljósið - 01.01.1982, Síða 151
norðurljósið
151
höfðum eitthvað af seglum eftir, svo við gátum siglt inn á
einhvern af Vestfjörðunum, ég held Patreksfjörð. Það vareins
°g stendur í 107 sálmi Davíðs. Þar er um sjómenn dálítil
klausa. „Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni“. Það er sagt
að hann hjálpaði þeim og lét þá komast í höfn þá er þeir þráðu.
Það var mikill munur að koma af ólgandi hafínu inn á kyrran
fjörð, það var eins og stendur í einum sálmi:
Hjá Jesú á friðarins himnesku höfn,
ég hæli og skjól mér vel.
Þótt stormur um djúp fari í hamfara hjúp
á höfninni glaður ég dvel.
Þegar ég var búinn að vera nokkuð mörg ár á sjónum og
farinn að eldast, þá hætti ég nú að vera sjómaður. En ég hélt
áfram að láta rit og blöð í skipin.
Þessi trúsystkini í kristilegu sjómannastarfi hafa hjálpað
ntér. Það voru líka einstöku menn, bæði innlendir og útlendir,
sem létu líka rit i skip. Það eru fleiri heldur en ég. Það eru t.d.
trúaður maður á Isafirði, sem er nú ennþá duglegri við þetta
heldur en ég, Sigfús Valdimarsson, sem hefur látið rit í skip í
ntörg ár, og einnig er það maður á Akureyri, Bogi Pétursson, og
á Siglufírði Asgrímur Stefánsson. Kristilegt Sjómannastarf
hefur líka gefíð biblíur i fískiskip. Bæði ég og aðrir hafa smíðað
kassa utanum þetta. Ég er svo ánægður, þegar ég kem um borð í
niörg skip, að sjá biblíuna upp á vegg í borðsalnum og ennþá
ánægðari að sjá, að það hafí verið lesið í henni. Stundum sé ég,
að það er engin biblía í kassanum. Þá fer ég að spyrja um hana
°g þá kannski segir einhver: „Það hefur einhver tekið hana með
sér í kojuna til þess að lesa í henni“, og þá er ég ánægður.
Þú hefur verið þátttakandi í kristlegum samkomum. Ég man
eftir því fyrir mörgum árum, þegar ég sótti samkomur á
Bræðraborgarstíg 34, að þá lékst þú oft á hljóðfærið.
Já, svo höfum við nú líka haft sunnudagaskóla á Fálkagötu
10. Bróðir minn átti húseign á Fálkagötu 10, og hann lét mig
hafa ráð yfír henni eftir sinn dag. Reyndar átti ég að láta
eitthvert kristilegt starf hafa það. Ég mátti ráða því, hvenær það
yrði, mátti hafa það meðan ég lifði. Ég bara gerði það, þótti það
skynsamlegast, ekki af því að ég sé svo góður og gjafmildur, að