Norðurljósið - 01.01.1982, Page 156
156
NORÐURLJÓSIÐ
í 1. Korintubréfi, 10. kap. 4 versi stendur: „Því að þeir
drukku af hinum andlega kletti, sem fylgdi þeim, en kletturinn
var Kristur“. Lindin úr klettinum rennur áfram, og hjálpræðis-
lindin frá Kristi rennur áfram.
Við héldum svo áfram til klettaborgarinnar Petru. Langferða-
bíllinn, sem við vorum með, komst nú ekki lengra, því að leiðin
lá í gegnum klettagöng eða gljúfur, sem var þó það slétt í
botninn, að um mátti fara ríðandi á hestum eða ösnum, jafnvel
fara það á smærri bílum. Við herbergisfélagar, Jóhann og ég,
héldum, að þetta ætti að fara á ösnum, Jóhann er stór maður.
Bjóst hann við, ef hann færi þetta ríðandi á asna, mundu fætur
hans dragast með jörðinni. Við báðum því um jeppa, en Arabi
átti að aka. En þetta var misskilningur. Hægt var að fá hesta.
En við gátum ekki breytt þessu, af því að við höfðum beðið um
bifreið. Hestarnir voru af arabisku kyni og mjög fallegar
skepnur. Eg held ég haíi einhvern tíma lesið, að þeir væru
skyldir íslensku hestunum.
Svo var lagt af stað í gegnum gljúfragöng. En misjafnlega vel
gekk hjá reiðfólkinu. Sumir voru óvanir hestum, en aðrir
vanari. Svo gátu hestarnir verið misjafnir eins og gengur.
Sumir voru viljugir og var hægt að hleypa þeim á sprett.
Eigendur hestanna fylgdust með og komu þeim til hjálpar,
hvort sem hestarnir fóru of hratteðaof hægt, svo að þeirhlupu,
þegar hestarnir hlupu. Eg held, að allir hafí borgað vel fyrir
hestlánið, þegar þeir sáu, hvað mennirnir lögðu á sig til að
fylgja þeim eftir.
Ferðin endaði svo í víðara dalverpi milli kletta. Blöstu þar
við furðulegustu mannvirki frá fyrri öldum. I klettana voru
höggnar fagrar, risavaxnar súlur. Dyr voru á milli, eins og inn-
gangar í hallir, enda voru inni í klettunum salir og herbergi og
grafír fornra höfðingja og jafnvel konunga. Þar voru líka held
ég, geymdir fjársjóðir í fornöld.
Þessi staður var, heyrði ég sagt, týndur í langan tíma,
kannski í margar aldir. En það er sagt, að jarðskjálfti hafí komið
og þessi göng eða gljúfur þá myndast, og þá orðið til þess, að
staðurinn fannst aftur. Sandur hafði líka að einhverju leyti
fokið í dalinn og hulið ummerkin.
Arabinn, sem ók okkur í jeppanum, virtist vera mjög óþolin-