Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 87
Um hjúahald
»7
ur, og næstum hvernig sem á stendur, og heimafólkið gæðir
sjer á þessu, víðast daglega, en annarsstaðar tvisvar á dag,
einkum um sláttinn, og endrarnær, ef eitthvað sjerstakt er
verið að gera eða um er að vera. Sjálfsagt þykir líka, að
gefa fullorðna fólkinu í bollann aftur svo oft sem með kaffi
er farið, en það mun vera almennast 3—4 sinnum á dag.
Þessi og annar skyldur óþarfi með tíma- og eldiviðar-
eyðslunni, er víst eins hár útgjaldaliður hjá mörgum búandan-
um eins og öli hin nauðsynlega kornvara.
Eins og við var að búast, urðu kaupstaðabúar fyrri til að
leggja inn á þessa braut, og af þeim lærðu sveitamenn að
ganga fyrstu sporin á þessum nýa vegi.
En kaupstaðarbúar höfðu líka fæstir mjólkina. En það er
eins og sveitamenn hafi ekki munað eftir eða gætt þess, að
hún gat verið í stað kaffisins og annara drykkja hjá kaup-
staðamönnum.
Á því er lítill vafi, að ein helsta orsökin til þess að
þetta er orðið svona til sveita er sú, að húsbændur hafa vilj-
að gera fólki sínu til geðs eftir að vinnufólkseklan fór alvar-
lega að gera vart við sig; hafa gert sjer vonir um, að það
yrði þá ánægðara, legði sig betur fram við vinnuna og yrði
stöðugra í vistinni. f’etta hefur þó sjálfsagt orðið skamm-
góður vermir, því að um leið og siðurinn var orðinn almenn-
ur, þótti minna til hans koma og yfir hann færðist það álit
vinnulýðsins, að hann væri sjálfsagður alstaðar.
Breytingap á vinnunni eru aðallega tvennskonar
þegar átt er við erfiðisvinnu.
1. Skemur unnið daglega, 2. unnið með skárri verk-
færum.
Ef um allar breytingar í búnaði væri hið sama að segja
og þessar, mætti sæmilega við una, og eru þó frá þessu tals-
verðar undantekningar, því að allmargir hafa enn gamla lagið,
og sitthvað er um þessa liði að athuga, t. d. að þótt vinnu-
tíminn sje styttri, er víða óákveðið, hversu langur hann
skuli vera.
Fyrir 20—30 árum var víða um sláttinn unnið frá kl.
6 á morgnana til kl. 11 á kvöldin, að frá dregnum svo sem
2 stunda matmálshvíldum. Var því staðið við verk nál. 15
stundir daglega.1)
Mjer þóttu viðbrigðin rnikil, er eg kom á Norðurland 1895 Og
þurfti ekki að standa við slátt nema 12 stundir á dag, sem þar var sum-
staðar orðinn siður, ef ekki var heyþurkur.