Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Qupperneq 99
Um hjiíahald
99
Viðurgerningur. Það er áreiðanlegt að íslendingar
lifa nú mikið yfir efni fram. Og þó að bændur í sveitum
muni gæta meira hófs yfirleitt, verða þeir þó að neita sjer
og sínum um fleira en þeir hafa gert á seinni árum, til þess
að efnahagurinn batni og eitthvað sje hægt að gera til
nytsemdar.
Það vill nú líka svo vel til, að ýmislegt má takmarka
meir en gert er, án þess að þörfum líkamans verði ver full-
nægt. Hjer verðui þó ekki rætt um með hverju móti —
öðruvísi en áður er gjört óbeinlínis, — því að ráð og leið-
beiningar um það efni er að finna víða í matreiðslubókum,
búnaðarritum og heilsufræði. Aðeins skal bent á, að í þessu
efni sem öðrum er best og auðveldast að byrja á bytjuninni,
byrja á börnunum. Venja þau ekki á óþarfa og óhóf,
eða láta þau vera sjónarvotta að bruðlunarsemi og vanhirðu
með matföng. Með þessu er þó ekki ætlast til að húsmæð-
ur hætti að gjöra fólki sínu dagamun, þegar það vinnur sjer-
staklega til, eða að gamlir og þjóðlegir tyllidagar sjeu lagðir
niður. Getur farið vel á þessu og án teljandi kostnaðar, ef
ráðdeild og útsjón fylgjast að. Sjerhver góð húsmóðir reynir
líka að þessu leyti að vera fólki sínu hugulsöm, og geta sjer
til um það, sem hressir og gleður.
Skemtanir. Jafnvel þótt vinnan og starfsgleðin ættu
að vera aðalánægja mannsins, er þó ekki nema eðlilegt að
fólk, einkum ungt og með fullu fjöri og lífskrafti, vilji leika
sjer þegar hentugleikar eru til. Vel skyldu þó allir gæta
þess, að þá fyrst, er maðurinn hefur int vel af hendi hin dag-
legu skyldustörf sín, kemur rjetturinn til að skemta sjer.
Einnig þarf að setja á sig, að siðferðislegur rjettur nær
aðeins til hollra og góðra skemtana.
En það er eins og fólk hafi löngum gleymt þessum
tveimur mikilvægu atriðum.
Eg hefi oft verið sjónarvottur að því, að fólk hefur ein-
hvern veginn hroðað störfum sínum af, til þess að komast
sem fyrst þangað, sem einhvers gleðskapar var von. Og að
aflokinni skemtuninni hefur ekki tekið betra við, því að auk
kæruleysisins hefur svefn, sljóleiki og minnisleysi verið komið
í stað fjörsins og skemtanaáhugans. Eg nefni ijett til dæmis
að fjármenn hafa ekki haft rænu á að láta út úr fjárhúsun-
um, þótt þeir hafi farið fram hjá þeim að morgninum í besta
veðri, er þeir komu heim frá næturgleðinni.
Annað eins og þetta er alveg óþolandi, en eins og fleira
7*