Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 101
Um hjúahald
ioi
un. En eftir því sem raektunin vex og bygðin þjettist, getur
samhjálpin og gagnkvæmur stuðningur orðið meiri, vjelar og
bætt vinnubrögð komið að almennari notum.
Eg held líka, að fyrir landsbúið sje ekki eftirsóknar-
verðara að bændur sjeu fáir, strjálir og stórir, en margir,
nábýlli og smærri. Aðalatriðið er að þeir búi laglega
og uni glaðir við sitt.
Betra er llka, að sem flestir eigi kost á að njóta
þess rjettar, sem jörðin hefur borið þá til, og gott er
til þess að hugsa, að Fjallkonan hefur skorið börnum sínum
rúman stakkinn að þessu leyti, því að jafnvel mörg kotin
hjer á landi myndu að landrýmindunum til vera kölluð stórar
jarðir sumstaðar erlendis.
Auk þess að býlum fjölgaði, og fleiri fjölskyldur yrðu
sjálfstæðar á þann hátt, mætti líka fjölga óháðum fjölskyldum
í sveit með öðru skyldu móti, þó að jörðunum væri ekki
skift, þannig að spölur yrði milli bæja. Þetta gæti orðið með
því móti, að hver sá bóndi, sem hefur meðaljörð eða þótt
minni sje, setti sjer það fyrir mark og næði því, að bæta
hana svo að tvær fjölskyldur gætu lifað á henni
eins góðu lífi, eða betra, þegar hann fellur frá,
eins og ein þegar hann tók við. Þyrftu þá fjölskyldur
ekki eins oft að skilja nauðugar eins og áður.
Möguleikarnir sýnast því miklir fyrir því að meginhluti
landsmanna geti lifað sjálfstæðu lífi í sveitunum, þótt þeir
fjölguðu mikið á komandi öldum, og betra er að geyma
landsins eigin börnum þessa og aðra möguleika, en að setja
þeim stólinn fyrir dyrnar með því meðal annars, að veita
hingað stórflóði af útlendingum.
í>á er eftir að minnast á uppeldi æskunnar með hjúa-
málið fyrir augum, að svo miklu leyti sem það hefur ekki
verið gjört í öðru sambandi.
Það er kunnugt, að sumir hliðra sjer hjá líkams-
vinnunni svo sem þeir geta, og hafa þá skoðun að hún
sje böl og þrældómur, er ekki sæmi lærðum mönnum og hátt
settum, en sje þeim mátulegust, sem sterkir eru og lít-
ið vita.
Auðveldast verður að útrýma þessari skoðun með því
að hætta að láta hana ná til æskunnar.
Tvent er það einkum, sem hefur alið þennan hugsunar-
hátt: Hið fyrra að lengi vel hafa fáir höfðingjar og heldri
menn sjest snerta á líkamsvinnunni, og sumir litið niður á