Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Qupperneq 153
Björnstjerne Björnsson, Sendibrjef
53
an á Sjálandi. Móðir hennar var dönsk, en faðir hennar var
hinn ágæti norski fornfræðingur Ingvald Undset (d. 1893).
Hún er gift norskum málara A. C. Svarstad.
Björnstjerne Björnson, Brytning’sár. Brev fra árene
1871 — 78, med innledning og oplysninger utg. av Halvdan
Koht. I—II b. XC (+ 2) -j" 3°4 og 8 + 329 bls. Með
myndum á sjerstökum blöðum. Kristiania 1921. Gyldendals
bókaverslun. Verð 24 kr. — 1912 gaf prófessor Halvdan Koht
út tvö bindi af úrvali úr brjefum frá Björnstjerne Björnson á
æskuárum hans og nefndi það safn »Grotid«, gróðrartíð.
Ekkja Björnssons hefur gefið honum full umráð yfir bijefum
manns síns, og falið honum á hendur að ákveða, hvað út
skyldi gefið af þeim. Fyrir hálfu öðru ári kom út framhald
af safni þessu, önnur tvö bindi, og nefnir útgefandinn þau
»Brytningsár«. Á þessum árum sleit Björnson fjelagsskap
við kristna menn, þ. e. a. s við fylgismenn Grundtvigs og
gekk í lið með fríhyggjumönnum. Þó varð hann aldrei ann-
að en trúrækinn fríhyggjumaður og trúði á sigur hins góða
og rjettvfsinnar. Brjefasafn þetta er ágætt og lýsir Björnson
betur en nokkurt annað rit hans, eða nokkur maður hefði
getað gert. Það er ánægja að lesa brjefin, sjerstaklega fyrir
alla þá, er unna skáldskap Björnsons og framkvæmdum hans
í ýmsum opinberum málum, og sjá áhuga hans og hugarfar,
hve ör hann er og ákafur. Hann hleypur oft á sig, og sjer
hann það vel á eftir og kannast við það.
í fyrra brjefasafninu voru flest brjefin til frú Karolínu
konu Björnsons. I síðara safninu er ekkert brjef til hennar,
en til ýmsra annara karla og kvenna. Flest þeirra eru til
S. A. Hedlunds, hins fræga ritstjóra Gautaborgartíðinda. I
einu þeirra, dagsettu 22. júní 1878 biður hann Hedlund um
að greiða fyrir Guðmundi Hjaltasyni; við að kynnast honum,
fái hann meiri áhuga til íslendinga. Hann spyr hann að,
hvort hann geti ekki látið hann búa hjá sjer um tíma, til þess
að hann geti fengið færi á að sjá rækilega safnið í Gauta-
borg og fengið þar kenslu í sagnfræði og í tungumálum; það
er eitthvað merkilegt við Guðmund, segir hann, undarlegt
sambland. Þjer verðið að líta á hann, hjálpa honum o. s.
frv. ákveða vegi hans í Svíþjóð. Er þetta eitt dæmi upp á
hjálpsemi og góðvild Bjst. Björnsons.
Selma Lagerlöf, Márbacka. Kbh. 1922. Bókaversl-
un Gyldendals, 264 -f- 2 bls. Verð 5 kr. 75, ib. 9 kr. 50.
í bók þessari segir hin fræga sænska skáldkona frá endur-
minningum sínum frá bernsku og æsku árunum. í henni eru