Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 168

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 168
168 Tvær merkar bækur um Rússland eins skal greint frá nokkrum orðum, sem Mæhle segir: »Öll sú óhamingja, sem hefur bitnað á Rússlandi, er í mínum augum lítilsvirði í samanburði við hina siðferðislegu hnignun 1 landi þessu«. Oráðvendni og alls konar spilling er orðin fjarskalega mikil á Rússlandi. Mæhle ætlar að ómögulegt sje að ráða bót á þessu nema þjóðin vakni andlega, en slík vöknun getur eigi átt sjer stað í þjóðfjelagi, sem er svo skamt á leið komið sem hið rússneska, segir hann, nema því að eins að það yrði eingöngu fyrir verkun trúarbragðanna. Hann hefur þó enga von um, að sú vöknun komi frá patri- ark þeim, sem nú er skipaður yfir rússnesku kirkjuna. Bolsje- víkar vilja helst eyða kirkju og kristindómi, og öllum trúar- brögðum. Pá er bolsjevíkar brutust til valda á Rússlandi, gerðu margir ungir menn og óreyndir vfðsvegar í öðrum löndum sjer von um, að stjórn þeirra mundi verða Rússlandi til góðs. í’eir æsktu þess eins og margir aðrir, að Rússland eignaðist betri stjórn en það hafði átt áður. Vonir þessara manna hafa brugðist. En Lenin var reyndari og vitrari maður en hinir ungu menn, og vissi vel, að »kommunisme« var óframkvæm- anlegur á Rússlandi eins og ástandið var þar og þjóðin á lágu menningarstigi. Hann gerði sjer þó von um sigur, ef hann gæti fengið aðrar þjóðir til þess að gera samskonar byltingu hjá sjer. Þess vegna tóku bolsjevikar undirróður mikinn fyrir kenningum sínum meðal annara þjóða, og reyndu að vekja óróa og upphlaup og að koma stjórnarbyltingum af stað í öðrum löndum, hvar sem þeir gátu. Þeir tóku alt það guil, sem fannst í Rússlandi eftir fyrverandi stjórn og í bönk- um, og vörðu mörgum hundrað miljónum gullrúbla til undir- róðurs í öðrum löndum. Þeir seildust til allra þjóða sem hægt var, og þar á meðal til íslendinga. Veturinn 1919 höfðu þeir byrjað undirróður í Reykjavík. Fyrir milligöngu bolsje- víka í Svíþjóð buðu þeir og nokkrum ungum íslendingum til Rússlands, til að kenna þeim fræðin, og ljetu þá sjá það, sem þeir vildu að þeir sæju, en ekki annað. Bolsjevíkum hefur alls ekki tekist að koma af stað þeim byltingum, sem þeir ætluðu sjer, og sáu þeir það áður en tvö voru liðin, að stjórnarbylting þeirra hafði mistekist. Þrátt fyrir öll manndráp og alt eignarán eru nú risnir upp aðrir auðmenn í Moskva, þótt fjöldi manna stynji af fátækt og deyi úr hung- ri á Rússlandi og alt ástandið sje miklu verra en áður. En bolsjevíkar halda sjer í völdum með hervaldi, sem þeir beita með mestu hörku. Þeir eru samtals um 400 þúsundir manna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.