Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 170

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 170
7° Nokkur orð um hinn íslenska Faust. Johann Wolfgang Goethe, Faust. Sorgarleikur. Fyrri hluti. íslenzkað hefir Bjarni Jónsson frá Vogi. Reykjarvík. Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar 1920. I. Mjer þykir líklegt, að mörgum hafi þótt kynlegt, að sjá höfuðstað íslands kallaðan Reykjarvík á titilblaði hinnar íslensku þýðingar Fausts, enda verður naumast sagt, að þörf sje á að vekja þá orðmynd upp aftur eftir margra alda dauða. En atriðið felur, þótt lítið sje, í sjer heila stefnuskrá. Lesandanum er hjer boðað með einum bókstaf, að í þessu riti muni forneskjan sett í öndvegi, ekki fyrir neina yfirburði, heldur af því einu, að hún er forneskja. Og það er skjótast frá að segja, að í því efni mun enginn lesandi þurfa efndanna að frýja. Jeg læt ósagt, hversu margir íslenskir lesendur muni skilja þvílík nátt- tröll meðal orða málsins og þessi: atall (1857)1), bekkur (o: lækur 3882), fara einhverju (1231, 1578), herðimaður (2115), hjarni (665), hörmugur (1766), íð (506. sbr. íðsveinn 2934 og bls. 45), innfjálgur (490, 1999, 2718), munnskálp (3050), sinni (=: fylgd 1260), snarla (2281), stæra (1439), svefja (2665), varða (= gæta 2094), verki (3354), þryngva (4016), öngbýli (3355) En jafnvel þó að gert sje ráð fyrir, að þorri lesanda ráði þessar gátur, annaðhvort af sínu eigin hyggjuviti eða með fulltingi orðabókanna, þá fer því fjarri, að vel sje fallið, að fylla Faust með öðru eins torfi. Orðaval, sem leiðir hugann til sögualdar og eddukvæða, gæti ef til vill sómt sjer einkar vel í þýðingu á Beowulf. í Faust verður það ekki til annars en að gera þær persónur, sem þannig tala, að sjervitringum. Nú kynni góðfús lesandi að segja sem svo, að þessi orð, sem talin voru, og önnur þvílík, nái betur þeim hugtökum, sem fyrir þýðandanum vöktu, en nokkur orð, sem nú eru tíðkuð, og sje því ósanngjarnt að fetta fingur út í þau. Látum þá svo vera. En hverja aðra ástæðu en ófrjóa aðdáun forneskjunnar getur sá hinn sami þá fundið fyrir því, að notaðar eru orðmyndir eins og máttigur (51, 619, 762), nauðigur (1245), þeir megu (= mega 425, 2187), að þurfu (1514; myndin er ranglega fyrnd, ef það er ekki prentvilla), hveim (nzhverjum 515, 1830), sjem (= sjeum 4161), værim (4565), viður (=við 3163), há (= háa 404, 2085), kon- ungr (2841), bölvaðr (1599), búnaðr (1541) o. fl. Og með hverju vill hann bera í bætifláka fyrir þær gildrur, sem þýðandinn leggur hvað eftir annað fyrir lesendur sína með því að nota algeng orð í alt öðruin merk- ingum en nú eru lagðar í þau. Pað er ekki víst, að allir átti sig á að efstur er sama og síðastur (934), arður sama og plógur (1598), vega sama og íhuga (1707), grœðari sama og garðyrkjumaður (310), að geta merkir að fá (569, 707, 1756), en fyrir hina núverandi merking þess er [) Talan á við vísuorð í leiknum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.