Réttur - 01.01.1955, Qupperneq 34
34
RÉTTUR
frá hinum einstöku vísindagreinum, heldur tók jafnframt
yfir þær, enda margir heimspekingarnir einnig vísindamenn sjálf-
ir. Og heimspekingarnir sköpuðu hvert heimspekikerfið af öðru,
sem grípa skyldi yfir alla mannlega þekkingu og leiða í Ijós hinn
algera og endanlega sannleika, — vera hinzta svar við hverri
spurn, lokaráðning á öllum gátum.
Slíkt tjáði þó ekki til langframa. Þegar líða tók á nýju öldina,
brauzt hver vísindagreinin af annarri undan yfirráðum heim-
spekinnar, og svo sem Engels segir, var heimspekikerfi Hegels
hið síðasta af þeirri gerð, er að ofan ræðir. Héðan af gat ekki
verið um það að ræða, að heimspekin hefði jafnframt með hönd-
um rannsóknir á hinum einstöku sviðum náttúru- og þjóðfélags-
vísinda; sérstakar vísindagreinar með ákveðinni tækni og rann-
sóknaraðferðum voru komnar til sögunnar, og æ fleiri bættust í
hópinn. Það varð hlutverk þeirra að kryfja veruleikann, hver á
sínu sviði, og heimspekikerfi í fornum stíl voru þar með dauða-
dæmd.
En var þá heimspekin þar með úr sögunni? A hún sér ekkert
hlutverk lengur, ekkert svið til að fjalla um. Því fer fjarri. Hún
ríkir að vísu ekki lengur sem drottning yfir öðrum vísindagrein-
um, en hlutur hennar er engan veginn smár. Af fornri arfleifð
á hún enn þá eftir vísindin um mannlega hugsun, þ. e. formrök-
fræðina og „díalektíkina", en díalektíkin er reyndar fræðin um al-
mennustu hreyfilögmál hlutveruleikans sem og endurspeglun
þeirra í mannlegri hugsun; hún tekur því jafnframt yfir þekk-
ingarfræðina, eða afstöðu mannsins til umheimsins og skilyrði
hans til að skynja hann og skilja.
Heimspekin hefur þvx ekki verði slitin úr sambandi við aðrar
vísindagreinar, tengslunum er á annan veg háttað en áður, en
þau eru engu að síður mikilvæg. Heimspekin fjallar beinlínis um
undirstöðu allra vísinda og hverskonar þekkingar. Henni er ætlað
að miðla þeim almennum undirstöðusjónarmiðum, alhæfingum,
sem unnar eru úr reynslu og vísindastarfi kynslóðanna, lífs og
liðinna, og hljóta í staðinn efnivið til frekari úrvinnslu og al-
mennra ályktana. Þannig á samband vísinda og heimspeki að verða
frjótt og gagnkvæmt. Slík heimspeki, sem reist er á yfirsýn og