Réttur - 01.01.1955, Side 80
80
RÉTTUR
landsins. Þar við bætist svo það sem byggja þarf á nýbýlum, en
um þau mun rætt í sérstökum kafla. En af þessu getur hver
maður séð hve stórt verkefni hér er óunnið. Og því miður má
bæta því við, að síðari árin einkum eftir að byggingarkostnaður
hækkaði svo mjög vegna gengisfallsins o. fl. hefur einmitt dregið
úr íbúðarhúsabyggingum á eldri býlum og þróunin færst í það
horf, að nýbyggingarnar séu hlutfallslega meiri á nýbýlunum.
Astæðan er vitanlega eingöngu sú, að hinir vaxandi erfiðleikar
vegna stórhækkaðs byggingarkostnaðar, valda því, að þeir sem
á annað borð hafa eitthvert húsnæði, þótt ófullkomið sé, reyna
að búa í því í lengstu lög. En af því mun aftur leiða það, að eftir
tiltölulega skamman tíma verður að gerast mjög stórt átak,
á örfáum árum, sem kosta mun mjög mikla fjárfestingu, eða
stór hluti þeirra býla sem þannig dragast 'aftur úr fara í eyði,
og ójafnvægið í byggðinni vex að sama skapi.
Menn gera sér almennt ekki nærri því nógu glögga grein fyrir
því, hve allar tafir á eðlilegri þróun eru hættulegar, því þær
hljóta að framkalla erfiðleika síðar, margfalda á við bað sem
þurft hefði að vera. Sérstaklega þyrftu þeir áhrifamenn, sem
hafa þræði þjóðfélagslegra framkvæmda í sínum höndum, að
skilja þetta vel, því annars verða stjórnarathafnir þeirra fálm
eitt án takmarks.
Þetta má segja að í stórum dráttum gildi um íbúðarhúsabygg-
ingarnar. Um aðrar byggingar er erfiðara að gera áætlanir.
Kemur það af tvennu. I fyrsta lagi eru skýrslur allar um ástand-
ið í þeim efnum mjög ófullkomnar, og í öðru lagi kemur þar
til greina sú þensla, sem fyrr er á minnst og gerir erfitt mjög
að áætla byggingarþörfina. En það mun áreiðanlega óhætt að
fullyrða að á því sviði sé enn þá meira og sennilega miklu meira
verk óunnið en á sviði íbúðarhúsabygginganna. Þótt hér sé að-
eins um fullyrðingu að ræða munu flestir, sem þau mál hafa
íhugað komast að sömu niðurstöðu. Kröfurnar sem gerðar eru
til vandaðra og heilnæmra fjósbygginga eru t. d. sívaxandi. Er
það eðlilegt af heilbrigðisástæðum. Nýjar aðferðir í heyverkun
s. s. votheysgerð og súgþurrkun krefjast nýrra og vandaðri bygg-
inga yfir heyfóðrið og verður framfaratæknin þannig eðlilega til
þess að auka kröfurnar og þörfina fyrir meiri fjárfestingu á
þessu sviði.