Réttur - 01.01.1955, Síða 88
88
RÉTTUR
Og í samræmi við það, sem fyrr er sagt, um vaxandi fólksfjölgun
má sízt verða stöðvun í þessum málum og verkefninu verður auð-
vitað aldrei lokið. En lítum nú á þróun lánastarfseminnar s.l.
áratugi, því út frá henni er helzt hægt að gera sér hugmyndir
um framhaldsþörfina.
Með stofnun Búnaðarbankans var mikilsvert spor stigið í þá
átt, að efla lánastarfsemi landbúnaðarins. Því þótt bankastarf-
semi væri þá orðin áratuga gömul, hafði lánsfé þjóðarinnar nær
eingöngu verið bundið í öðrum greinum, einkum verzlun og
sjávarútvegi. Þetta var í raun og veru eðlileg þróun, a. m. k.
hvað sjávarútveginn snerti, því eðli sínu samkvæmt var hann
fljótari að ávaxta fjármagnið, og skapa því öruggari grundvöll
alhliða tæknilegra framfara í landinu. Hins vegar mátti hverjum
heilskyggnum manni vera það ljóst, að þetta hlaut að leiða til
þess, að landbúnaðurinn drægist aftur úr í verklegri þróun, og
fyrr eða síðar yrði að jafna þau met, eða þjóðartjón hlytist af
því ósamræmi, er skapaðist á þennan hátt.
I Búnaðarbankanum eru nú þrjár deildir, er stofnlán skulu
veita til hverskonar framkvæmda á vegum landbúnaðarins. Þær
eru Byggingarsjóður, Ræktunarsjóður og Veðdeild. Þótt mörgum
sé kunnugt um, hvernig lánastarfseminni er hagað, þá er mörgum
það óljóst og skal því gerð hér lítilsháttar grein fyrir starfsemi
hverrar deildar fyrir sig. Gefur það gleggri yfirsýn um starfsemi
þessara mála. Skýrslur þær og tölur sem birtar eru, eru annaðhvort
fengnar beint frá bankanum eða teknar saman af greinarhöfundi
eftir reikningum bankans.
Byggingarsjóðurinn hefur starfað síðan 1929. Upphaflega hlaut
hann nafnið Byggingar- og landnámssjóður, en í sambandi við
fyrirkomulagsbreytingu er síðar var gerð var nafninu einnig
breytt. Hlutverk hans er eingöngu það, að lána fé til íbúðarhúsa-
bygginga, bæði á nýbýlum og til endurbygginga á eldri jörðum.
Hann má aðeins lána gegn 1. veðrétti í fasteign. Fram til ársins
1947 voru nálega allar lánveitingar hans með þeim kjörum að
lánin voru veitt til 42 ára með rúmlega 4% vöxtum og jöfnum
ársgreiðslum. Var árlegt afgjald 5% af heildarlánsupphæð.
(annuitetslán). En með lögunum um landnám og nýbyggðir
sem gildi tóku 1947 voru vextir lækkaðir niður í 2% og
lækkaði þá hið árlega afgjald um því sem næst einn þriðja
hluta eða niður í 3,54 % því sama lánstíma var haldið. Fyrstu