Réttur - 01.01.1955, Qupperneq 91
RÉTTUR
91
breyttu fyrirkomulaginu færðist lánastarfsemin mjög í aukana,
þótt ekki hafi verið hægt að fullnægja þörfinni sem skyldi.
Hér fer á eftir skýrsla um lánveitingar Ræktunarsjóðs síðan 1947,
sundurliðuð eftir tegundum framkvæmda, nema s.l. ár vantar
sundurliðun:
Tala Vinnslu og Rafmagns- Rækt., útihús Vélar og
Ár lána tilraunast. stöðvar girð. o.fl. viðgerðarst. Samtals
1947 30 1.726.700,00 1.726.700,00
1948 145 3.520.700,00 3.520.700,00
1949 207 79.500,00 4.108.300,00 965.000,00 5.152.800,Oo
1950 345 1.248.000,00 56.650,00 5.709.050,00 481.800,00 7.495.500,00
1951 472 3000.000,00 9.040.800,00 1.097.500,00 10.438.300,00
1952 085 570.000,00 16.495.400,00 94.600,00 17.160.000,00
1953 622 1.000.000,00 13.463.600,00 14.463.600,00
1954 844 22.753.300,00
Skýrslan ber vitni um stóra aukningu lánastarfseminnar og
þar með framkvæmdanna þessi ár. Þó má ekki líta á tölurnar
einar, sem kunnugt er. Hér er ekki heldur hægt að benda á neitt
meðaltal lánsupphæða, því stærstu lánin koma misjafnt á árin.
En mest fer til hinna almennu framkvæmda, ræktunar, útihúsa,
girðinga o. fl.
Reglur þær sem gilt hafa um lánsveitingar Ræktunarsjóðs fram
að þessu eru þær að lána mætti 30% af kostnaðarverði til þeirra
framkvæmda, sem jarðræktarstyrks njóta, en 60% til annarra
framkvæmda. Af þessu mundi e. t. v. margur draga þá ályktun
að jarðræktarstyrkurinn næmi 30% kostnaðarverðs. Svo hefur
þó ekki verið Á allflestar framkvæmdir hefur hann verið mun
minni, og á einstakar t. d. hlöðubyggingar, svo lítill að hann gat
á engan hátt réttlætt ákvæðið um 30% hámarkslán. Þannig leiddi
reynslan í ljós ósamræmi um heildarupphæð þess fjár er samtals
fékkst til framkvæmda. Breyting hefur nú verið gerð á þessu og
er nú samanlögð upphæð styrksins og lánanna frá 61—72% af
kostnaðarverði allra aðalframkvæmda sem styrkur er veittur til.
Hins vegar gildir ,enn þá 60% hámarksákvæðið um lán til þeirra
framkvæmda sem styrkur er ekki veittur til, en þar í eru t. d.
gripahúsabyggingar allar.
Veðdeildin er þriðja deildin er stofnlán á að veita. Hún veitir
lán gegn fasteignaveði en svo mjög hefur fjárskortur heft starf-