Réttur


Réttur - 01.01.1955, Síða 93

Réttur - 01.01.1955, Síða 93
RÉTTUR 93 Það, sem fyrst vekur eftirtekt er það, að í árslok 1946 eru aðeins 5 millj. 282 þús. kr. í útlánum í þessum þremur stofnlánadeildum landbúnaðarins. Nú skal þess að vísu getið, að skortur efnisvara á stríðsárunum dró úr framkvæmdum þá, og efnahagur bænda- stéttarinnar fór einnig nokkuð batnandi, en það dró úr lánaþörf- inni. En þegar hér var komið, var hálft annað ár liðið frá stríðs- lokum enda kom í ljós að þeir sem á annað borð höfðu með hönd- um verulegar framkvæmdir, s. s. nýbyggjendur, voru hreint að sligast vegna lánsfjárskorts. Og eitt var það enn, sem dró úr bændastéttinni með að hefja ræktunar- og byggingarframkvæmd- ir á þessum árum í miklu stærri stíl en gert var. Það voru hinar sífelldu prédikanir margra forvígismanna hennar um að verð- bólgan þáverandi mundi allt sliga og bezt væri að bíða með allar framkvæmdir, þangað til verðlagið lækkaði og heimurinn kæmist aftur í sitt gamla horf. Það er ótalið tjón sem margur bóndi hefur beðið af því, að hlíta slíkum ráðum á þeim tímum, og mikil ábyrgð þeirra, er áhrifum beittu í þessa átt. En á árunum 1945 og 1946 var undirbúin og samþykkt löggjöf, sem algjörlega hefur brotið blað í framkvæmdasögu landbúnað- arins. Það eru, sem fyrr segir, lögin um landnám og nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum og lögin um Ræktunarsjóð. Hin síðarnefndu náðu að vísu ekki samþykki fyrr en 1947, og voru þá að vissu leyti lakar úr garði gerð en til var stofnað með frum- varpinu sem lagt var fram á haustþinginu 1945. En úr skýrslunni má fyllilega lesa árangur þessara lagasetninga. Hann er sá að á þessum 8 árum hefur útistandandi lánsfé þessara deilda vaxið um 135 millj. kr. enda kann íslenzk búnaðarsaga aldrei fyrr að greina frá slíkum framkvæmdum sem þessi ár. Skýrslan sýnir að fyrstu árin kom örastur kippurinn í íbúðarhúsabyggingarnar, en síðari árin hafa útihúsabyggingar og ræktun meira færzt í aukana. Enda hefu dregið úr byggingum íbúðarhúsa á eldri jörð- um hin síðari ár, og þær færst því meira yfir á nýbýlin. Stafar það þó alls ekki af því að verkefni endurbygginganna sé lokið, heldur er þar einmitt mjög mikið verk óunnið, eins og fyrr er sagt. Þessi samdráttur stafar einfaldlega af því, að nú er bygg- ingarkostnaður orðinn það hár að flestir hika við að leggja í byggingarframkvæmdir meðan mögulegt er að búa í gömlu íbúð- unum, þótt þær á engan hátt geti talizt viðunandi. En þetta at- riði, að framkvæma ekki nauðsynlegar umbætur jafnótt og þeirra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.