Réttur - 01.01.1955, Qupperneq 94
94
RÉTTUR
gerist þörf, skapar óhjákvæmilega þá hættu, að jarðirnar dragist
aftur úr í framkvæmdum, verði svo á sínum tíma yfirgefnar,
fyrir fullt og allt, eins þótt skilyrði öll og aðstaða séu í bezta
lagi til framhaldandi ábúðar. Ójafnvægið í byggð landsins eykst.
Þá er annað, sem flestir munu fljótt taka eftir við lestur skýrsl-
unnar. Það er hinn smái hlutur veðdeildarinnar. En hennar starfs-
reglum hefur einmitt ekki verið breytt síðan fyrir stríð. Gefur
það nokkra hugmynd um hvernig ástand sjóðanna væri ef eng-
in breyting hefði verið gerð á þeim. Enn einnig getur hver mað-
ur séð, að með þessu fjármagni getur veðdeildin á engan hátt
gegnt hlutverki sínu.
Hitt er svo annað mál, að verðlagsbreytingar hafa orðið mjög
miklar á þessum árum, kostnaður því aukizt og gildi fjármagnsins
rýrnað. Þannig hefur þörfin fyrir hækkaðar upphæðir vaxið.
Þetta er ein af aðalástæðum þess að náverandi fjármagn þessara
stofnana fullnægir hvergi nærri þrátt fyrir fyrrnefnda aukningu.
Skal nú vikið að lánsfjárþörfinni, sem fyrir liggur í nán-
ustu framtíð.
Hver er lánsf járþörfin?
Það er erfitt verk, að gera skynsamlegar áætlanir um lánsfjár-
þörf atvinnuvegar, sem er í þannig útþenslu, að næstum hver
einasti bóndi stendur bæði í landnámi og nýbyggingum. Ef örar
verðlagsbreytingar eiga sér stað verður máiið enn þá flóknara.
Því má þó slá föstu að fyrst væri þessum málum komið í gott
horf, þegar skuldlaust fjármagn viðkomandi lánsstofnunar er
orðið svo mikið, að vextir þess og afborganir lána nægi til nýrra
útlána.
Pálmi Einarsson landnámsstjóri, sem vera mun okkar færasti
sérfræðingur í þessum málum hefir þó reynt að gera nokkra
áætlun um þetta mál, og var hún miðuð við framkvæmdir til
ársloka 1953. Samkvæmt henni hefu báðir sjóðirnir þá þurft að
eiga kr. 200 millj. í skuldlausu stofnfé. Þetta var miðað við þær
framkvæmdir, sem gerðar voru það ár. Síðan hafa framkvæmdir
vaxið og mundi því áætlun þessi fremur þurfa að hækka af þeim
sökum. Enn fremur skal á það bent, að samkvæmt því sem
fyrr er sagt um ófullnægjandi lánsupphæðir og enn fremur