Réttur


Réttur - 01.01.1955, Page 107

Réttur - 01.01.1955, Page 107
RÉTTUR 107 Hinn aðalþátturinn í þessari verðhækkun eru hinir beinu hækkuðu tollar, sem ríkið hefur tekið sumpart í skjóli þeirrar erlendu hækkunar er gengislækkunin skapaði og sumpart með beinum samþykktum nýrra. Hækkunin á vörutolli, verðtolli og söluskatti með viðaukum nemur 1885,00 kr. eða 151%. Hér hall- ast ekkert á. Fyrir hverjar 100 stundir sem bóndinn þurfti að vinna 1948 til að greiða tollana af þessari vél, þyrfti hann nú að vinna 251 stund miðað við óbreytt kaup. í ljósi þessa skal svo litið á þá margtuggnu fullyrðingu, að of hátt kaupgjald innanlands sé meginorsök allrar dýrtíðar. Sá kostnaður sem af því stafar í þessu tilfelli er uppskipun og akstur. Það er samtals 1948 kr. 87 25 og 1955 kr. 100.15 og hefur hækkað um ca. 12.00 kr. Þarflaust að hafa mörg orð um það atriði. Þess skal einnig getið að ef vélarnar eru tollafgreiddar á nafn innflytjanda en ekki kaupanda, bætist hér enn við 2% söluskattur. Sama verður uppi á teningnum þegar litið er t. d. á verð súg- þurrkunartækja. Árið 1945, þegar Landsmiðjan hóf sölu slíkra tækja kostuðu 7 ha. Armstrong dieselmótorar kr. 3300.00 og sam- stæðir blásarar er hún lét smíða 3500.00 kr. Nú kosta þessir mót- orar kr. 6500.00 en blásararnir kr. 4500.00 Þótt tekið sé tillit til lítilsháttar breytinga á mótorvélunum, sem lítið eitt hafa hækkað verðið, er áberandi mjög hve verð- hækkunin er minni á blásurunum, sem smíðaðir eru innanlands, framleiddir með íslenzku vinnuafli. Er þetta enn ein sönnun þess að það er hið íslenzka ríkisvald sjálft, sem drýgst hefur reynzt í þessb. ráni En hér kemur svo einnig til greina það verð- lag, sem beinlínis er skapað bæði á dýrustu rekstrarvörum land- búnaðarins s. s. olíum og bensíni og enn fremur á helztu fjár- festingarvörum, s. s. sementi, timbri og járni. Skulu hér enfnd dæmi, er sanna það að þessar vörur eru dýrari en vera þarf og er sá gróði fórn, sem atvinnuvegirnir og almenningur verða að færa á altari þess verzlunarskipulags, er hér hefur veið látið þróast. Skal fyrst að olíunni vikið. Svo sem kunnugt er, flytjum við nú allar brennsluolíur og bensín inn frá Sovétríkjunum, þar sem vörur þessar eru keyptar í vöruskiptum fyrir íslenzka framleiðslu. Fara þau fram sam- kvæmt samningum er ríkisstjórnin hefur sjálf gert, og er hún því hinn raunverulegi innflytjandi. Hér er því sköpuð hin ákjós- anlegasta aðstaða til að lo»ma við allan óþarfa milliliðagróða, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.