Réttur - 01.01.1955, Síða 107
RÉTTUR
107
Hinn aðalþátturinn í þessari verðhækkun eru hinir beinu
hækkuðu tollar, sem ríkið hefur tekið sumpart í skjóli þeirrar
erlendu hækkunar er gengislækkunin skapaði og sumpart með
beinum samþykktum nýrra. Hækkunin á vörutolli, verðtolli og
söluskatti með viðaukum nemur 1885,00 kr. eða 151%. Hér hall-
ast ekkert á. Fyrir hverjar 100 stundir sem bóndinn þurfti að
vinna 1948 til að greiða tollana af þessari vél, þyrfti hann nú að
vinna 251 stund miðað við óbreytt kaup.
í ljósi þessa skal svo litið á þá margtuggnu fullyrðingu, að of
hátt kaupgjald innanlands sé meginorsök allrar dýrtíðar. Sá
kostnaður sem af því stafar í þessu tilfelli er uppskipun og akstur.
Það er samtals 1948 kr. 87 25 og 1955 kr. 100.15 og hefur hækkað
um ca. 12.00 kr. Þarflaust að hafa mörg orð um það atriði.
Þess skal einnig getið að ef vélarnar eru tollafgreiddar á nafn
innflytjanda en ekki kaupanda, bætist hér enn við 2% söluskattur.
Sama verður uppi á teningnum þegar litið er t. d. á verð súg-
þurrkunartækja. Árið 1945, þegar Landsmiðjan hóf sölu slíkra
tækja kostuðu 7 ha. Armstrong dieselmótorar kr. 3300.00 og sam-
stæðir blásarar er hún lét smíða 3500.00 kr. Nú kosta þessir mót-
orar kr. 6500.00 en blásararnir kr. 4500.00
Þótt tekið sé tillit til lítilsháttar breytinga á mótorvélunum,
sem lítið eitt hafa hækkað verðið, er áberandi mjög hve verð-
hækkunin er minni á blásurunum, sem smíðaðir eru innanlands,
framleiddir með íslenzku vinnuafli. Er þetta enn ein sönnun
þess að það er hið íslenzka ríkisvald sjálft, sem drýgst hefur
reynzt í þessb. ráni En hér kemur svo einnig til greina það verð-
lag, sem beinlínis er skapað bæði á dýrustu rekstrarvörum land-
búnaðarins s. s. olíum og bensíni og enn fremur á helztu fjár-
festingarvörum, s. s. sementi, timbri og járni. Skulu hér enfnd
dæmi, er sanna það að þessar vörur eru dýrari en vera þarf og
er sá gróði fórn, sem atvinnuvegirnir og almenningur verða að
færa á altari þess verzlunarskipulags, er hér hefur veið látið
þróast. Skal fyrst að olíunni vikið.
Svo sem kunnugt er, flytjum við nú allar brennsluolíur og
bensín inn frá Sovétríkjunum, þar sem vörur þessar eru keyptar
í vöruskiptum fyrir íslenzka framleiðslu. Fara þau fram sam-
kvæmt samningum er ríkisstjórnin hefur sjálf gert, og er hún
því hinn raunverulegi innflytjandi. Hér er því sköpuð hin ákjós-
anlegasta aðstaða til að lo»ma við allan óþarfa milliliðagróða, og