Réttur - 01.01.1955, Qupperneq 122
122
RÉTTUR
AFRICA AFRICA
A Continent Rises to It’s
Feet by Derek Kartun.
Bls. 99. Útg. Lawrence &
Wishart Ltd. London.
Einn svartasti bletturinn á
samvizku hins hvíta kynstofns er
áreiðanlega meðferð hans á
svörtum þjóðum Afríku. Erfitt
mun vera að nefna þær tegundir
glæpa og hryðjuverka, sem ekki
hafa verið framin af hinum hvítu
mönnum gegn þeim svörtu. Hitt
er þó miklu verst, að ekki er útlit
fyrir, að þessum ógnunum sé að
linna, fái hinar hvítu þjóðir
óhindrað að fara sínu fram,
hversu mikið sem þær, hinar svo-
kölluðu menningarþjóðir, hæla
sér sjálfar af menningu sinni og
mannúð.
Þótt bók þessi sé ekki stór,
hefur hún að geyma geysimik-
inn fróðleik um ástand þessara
mála fyrr og síðar. Þetta er á
margan hátt hræðileg bók. Ekki
fyrst og fremst vegna lýsinga á
hryðjuverkum og ofbeldi fyrri
alda, heldur einkum vegna þeirra
ógna, sem sagt er frá að eigi sér
stað í þessum löndum nú í dag
af völdum hvítra nýlendu-
heimsvelda.
Við þurfum ekki að nefna
nema nokkur nöfn, svo sem Ken-
ya, Nigeria, Bechuanaland, Rode-
sia, til að minna okkur á stórar
og fjölmennar þjóðir, sem hvítir
menn kúga svo og arðræna, að
þær þekkja ekkert til nútíma
menningarlífs, þótt þær búi í
auðugum löndum og framleiði
með þrotlausu striti mikil verð-
mæti.
En höfundurinn kann vel til
verks. Hann lýsir ekki aðeins
hinum dökku hliðum. Við kynn-
umst einnig hreyfingum þeim,
sem vinna gegn þessu ástandi og
sem stöðugt verða sterkari með
hverju árinu sem líður. Þessar
undirokuðu þjóðir eru að vakna
til skilnings á því, að þeim
tilheyri þau verðmæti sem land
þeirra á og afrakstur þeirrar
vinnu, sem þær sjálfar leggja
fram.
Er við leggjum bók þessa frá
okkur erum við öruggari um það
en áður, að þrátt fyrir allt þá
beri tíminn og þróunin þessar
þjóðir fram á leið og samtök
þeirra og þrautseigja leysi af
þeim ok hins hvíta manns.
EASTERN EUROPE
In the Socialist World
eftir Hewlett Johnson
dómprófast.
Bls. 279. Útg. Lawrence &
Wishart Ltd. 1955.
Flestir íslenzkir sósíalistar
munu þekkja höfund þessarar
bókar að góðu, þar sem hann er
einnig höfundur bókarinnar
Undir ráðstjórn, sem Mál og
menning gaf út í byrjun stríðsins
og eins og kunnugt er vakti þá
mikla athygli og umræður. Man
ég, að ritdómari, sem skrifaði um
hana í Helgafell, lét svo um mælt,
að margir teldu, að hún hefði
haft veruleg áhrif á úrslit kosn-
inganna 1942, þegar Sósíalista-
flokkurinn vann sinn glæsilega
kosningarsigur.
En hvað sem um það má segja,
þá er eitt víst að Hewlett John-
son er einn alþýðlegasti og
skemmtilegasti höfundur, sem nú
ritar um þjóðfélagsmál, enda
liggur orðið töluvert eftir hann
á því sviði.
Nýjasta bók hans, Eastern