Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1979, Qupperneq 69

Andvari - 01.01.1979, Qupperneq 69
andvari HALLÆRI OG HNEYKSLISMÁL 67 fólkið allt í mislingunum, og þess vegna væri á mörgum heimilum hungurdauði yfirvofandi. Sem von var, voru blaðalesendur í Englandi orðnir alveg ruglaðir, og vissi enginn, hverju mátti trúa. En samt dró ekki verulega úr hallærisgjöfum fyrr en annar íslendingur skarst í leikinn. Guðbrandur Vigfússon var ugglaust bezt þekktur og mest virtur íslendingur síns tíma í Englandi. Það var ekki fyrr en 1884, að hann var skipaður prófessor extraordinarius í íslenzku og skyldum fræðum við háskólann í Oxford, en 1882 hafði hann lengi verið „Fellow" í Kristskirkjukollegíinu í Oxford, og útgáfa hans á Sturlungu o. fl. og ennfrem- ur íslenzk-enska orðabókin mikla höfðu gert hann frægan meðal lærðra manna. Guðbrandur hafði ekki komið heim til íslands i allmörg ár, en hann skrifaðist á við marga vini á íslandi. „Hann var og stoltur fyrir íslendinga og vi'ldi þeir dygðu vel og bæru sig karlmannlega," eins og Jón Þorkelsson komst að orði (Merkir íslendingar I, 259). í Tlie Times 13. október, það er að segja þegar Eiríkur Magnússon var búinn að skipa upp um 800 sekkjum af korni á Djúpavogi og var kominn til Revkjavík- ur, birtist alllangt fréf frá Guðbrandi (þýtt í Skuld 10. nóvember 1882). Þar segir hann, meðal annars, að hann hafi verið beðinn í ágúst að ganga í samskota- nefndina. „En ég gaf því engan gaum, af því að ég var fullviss um, að upp- lýsingarnar gátu ekki verið sannar, og svo grunaði mig líka, að eitthvað kynni að liggja undir.“ Hann liarmar trúgirni ensks almennings, sem lætur hafa út úr sér peninga, og örlæti Hafnarbúa, sem sýna Islendingum samúð, en þekkja alls ekki hag þeirra. Hilmar Finsen telur hann hafa litla íslenzkukunnáttu og of lítinn tíma til að sinna málum Islendinga, þar sem hann sé líka dómsmálaráð- herra í Danmörku. Guðbrandur bætir því við, að þótt Eiríkur Magnússon kæmi aftur frá Islandi með fangið fullt af eiðfestum haHærisvottorðum, þá mundi bann heldur kjósa að trúa Jóni Hjaltalín, sem hann telur framúrskarandi sannorðan, nákvæman og vel kunnugan urn ástandið. (Hann nefnir það ekki, að þeir Jón Hjaltalín voru þremenningar — sjá 'bréf frá Jóni til Guðbrands 16. janúar 1875, Bodleian MS Icelandic d. 1.) í greininni hrósar Guð'brandur mjög binu frumstæða, en holla líferni Is- lendinga, sem bara spillist af áhrifum útlendra vara og siða, og fullyrðir, að fólkið, sem útlendingum sýnist fölt og magurt, sé svona af eðli sínu og alls ekki af hungri. Hann hælir og mjög vaxandi sjálfstæði þjóðarinnar og framförum hennar í verzlunarmálum og fiskiðnaði, sem leitt hafa til þess, að nóg sé í landssjóði til að verjast hallæri. Loks lýsir hann meirihluta prestanna í af- skekktum héruðum sem drykkfelldum aumingjum, sem óæskilegt og jafnvel osanngjarnt væri að trúa fyrir úthlutun peninga. Jón Þorkelsson kemst m. a. svo að orði í Merkum Islendingum (I, 260): »Vottur er það um traust á Guðbrandi, að undir eins og hann hafði ritað gegn hallaerisgjöfunum 1882. þvertók fyrir allar gjafirnar." Nú sýndist mönnum aug-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.