Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 85

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 85
andvari TVHIR ÞÆTTIR UM EGILS SÖGU 8B aldri hefir sljóvgazt.“ Hins vegar er orðum hagað á annan hátt í Griplum: ,,Bauta skal eg á brjósti þér/ með brynþvara oddi mínum,“ og er þar auðsæilega ekki um sérnafn að ræða. Enn má geta þess, að í Bósa sögu og Herrauðs heitir faðir Bósa Þvari og er einnig kallaður Bryn-Þvari. Um það verður ekki fullyrt, að lýsingu Egils sögu á brynþvara sé að öllu leyti treystandi, heldur má vel vera, að höf- undur beiti hér fyrndu orði í því skyni að gera vopn Þórólfs sem eftirminnilegast. Oðru máli gegnir um orðið bryntröll, sem notað var fram á þrettándu öld eða lengur. Þegar Grágás telur upp þau vopn, sem bannað var að bera í bænhús og kirkjur, nefnir hún öxar, sverð, spjót, sviður og bryntröll, en auk þess kemur þetta vopnsheiti fyrir í Valla-Ljóts sögu, Egils sögu (Kveldúlfur hafði í hendi bryntröll), Laxdælu (Hrútur .... hafði í hendi bryntröll mikið), Göngu-Hrólfs sögu (Gellir hjó Atla með bryntrölls broddi) og Jómsvíkinga sögu. í Thómas sögu erkibiskups er bryntröll þýðing á latneska orðinu bisacuta. Heitið bryntröll (sbr. brynflagd í vísu eftir Halldór óskristna) má líta á sem eins konar kenningu, enda segir svo í Snorra-Eddu: „Öll vopn eru tröll og vargar og hundar herklæða og hlífa.“ Egils saga beitir þremur orðum um vopn Þórólfs og kallar það ýmist kesiu, spjót eða brynþvara. Mögnuð er lýsingin á framgöngu Þórólfs: „Þórólfur gerðist þá svo óður, að hann kastaði skildinum á bak sér, en tók spjótið tveim höndum. Hljóp hann þá fram og hjó eða lagði til beggja handa. Stukku menn þá frá tveggja vegna, en hann drap marga. Ruddi hann svo stíginn fram að merki jarlsins Hrings °g hjó niður merkisstöngina. Síðan lagði hann spjótinu fyrir brjóst jarlinum, í gegnum brynjuna og búkinn, svo að út gekk um herðarnar, og hóf hann upp á kesjunni yfir höfuð sér og skaut niður spjótshalanum í jörðina, en jarlinn sæfðist á spjótinu.“ Slíkar lýsingar á vopnaburði í fornsögunum eru að öllum líkindum einber skáldskapur, enda stældu sagnahöfundar óspart eldri rit. Hér má minna á frásögn Jómsvíkinga sögu, þótt hún sé engan veginn jafnmergjuð og lýsingin í Eglu: „Og eftir þenna atburð þrífur Búi upp eitt bryntröll ákaflega stórt . . . og heggur nú til beggja handa og svo hart og ákaft, að allt hrekkur undan það er fyi'ir verður .... Þeim þótti ekki frýnlegt að eiga náttból undir bryntröllinu, því er Búi fór með.“ m A undanförnum árum hafa birzt ýmsar ritgerðir um eðli íslendingasagna, og niá af slíkum rannsóknum ráða nokkuð um framtíð þessarar fræðigreinar. Fyrr a árum var megináherzla lögð á afstöðu sagna til raunverulegra atburða, og var Þá yfirleitt gert ráð fyrir því, að þær lýstu því, sem eitt sinn hafði gerzt. í þessu sambandi má minna á formálana að Islenzkum fornritum, en þar er lítill greinar- munur gerður á einstæðum atburðum, sem eiga sér engar hliðstæður í öðrum rit- um, og endurteknum lýsingum, sem koma fyrir á ýmsum stöðum. Útgefendur Islenzkra fornrita hafa slegið því föstu, að tilteknir atburðir hafi gerzt á ákveðn- um árum eftir Krists burð, hvort sem um var að ræða viðureign við drauga eða einvígi við berserki, eins og á sér stað í skáldverkum um þá Gretti Ásmundarson °g Egil Skallagrímsson. Nú hefur afstaða fræðimanna til slíkra sagna breytzt á þá lund, að raunverulegir atburðir eru ekki lengur lagðir til grundvallar, heldur er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.