Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 89

Andvari - 01.01.1979, Page 89
andvari AIEÐ WAGNER i BAYREUTH 87 eða „Niflungahringurinn“ er ekki einasta mesta verk Wagners að fyrirferð, þessi fjórleikur er hans heimsmyndunarsaga og lífsjátning. Dramað, - goðsögnin var hans heimur. „Helgasta köllun mannsins“ - sagði hann - „er listin, en æðsta takmark listarinnar er dramað.“ Dramað, þ. e. músík- drama Wagners, sem svo hefir verið kallað, „hið nýja listaverk“, á að verða til fyrir samverkan allra listgreina. Heitið „músík-drama“ taldi hann síður en svo vera réttnefni; - sagði það valið verkum sínum til hnjóðs af óvinveittum gagn- i'ýnendum. Hér geti ekki verið um neinn sjónleik eða drama að ræða, eins og nafnið feli í sér, slíkt heiti gæti í hæsta lagi átt við um þann óskapnað sönglistar- innar, sem beri hið fáránlega nafn „ópera“, - söngleikaform, sem teygði dramað °g togaði á alla lund til að samþýðast tónlistinni, - form, sem Wagner fyrirleit og vildi feigt. En músíkin, sú list, sem kennd er við listagyðjurnar eða músurnar, skyldi á ný hefjast til síns forna vegs og binda í sér söng, póesíu, leik og lát- bragðslist í einu samfelldu listaverki eða hljómandi sjónarspili. Tónlistin var upp- haf dramans - sagði Wagner - og það á hún aftur að verða. „Hún er hvorki fylgi- kona þess né frilla, hún er þess móðir. Hún hljómar, og það, sem hún hljómar, verður yður augum ljóst á leiksviðinu, - en hvað hún er, getið þér aðeins rennt grun í; þessvegna birtist hún yður í líkingum á leiksviðinu, líkt og þegar móðir lýkur upp leyndardómum trúarinnar fyrir börnum sínum með því að segja þeim helgisögur." . . . „Ég vildi helzt mega lýsa sjónleikum mínum sem sýnilegum at- höfnum tónlistarinnar sjálfrar,“ sagði hann enn fremur. „Búhnen-Festspiel“, þ. e. »,Hátíðarsjónleikur“ var það heiti, er hann að lokum kaus „Hringnum", þegar hann bauð til fyrstu hátíðarinnar í Festspielhaus í Bayreuth árið 1876. Wagner hafði lengi dreymt um hið nýja hátíðarleikhús sitt, hina nýju Wart- burg, nýju Akropólis, þaðan sem rödd hans skyldi hljóma um veröld víða. Og það skyldi standa á leyndum stað í Bragalundi, langt úr alfaraleið veraldarhyggj- unnar, því að hann hugsaði sér hátíðarsýningar sínar sem n. k. launhelgar í nýjum anda. Hann lýsti því þannig: „Leikhúsið á að standa á hæð og sjást langt að. Þangað á fólk að flykkjast úr öllu landinu og leita sér sálubótar í samneyti við fegurð háleitrar og skírrar listar. Aðeins hið bezta á að vera á boðstólum og flutt á því samboðinn hátt. Þjóðin á sjálf að efna til listahátíðarinnar, og skal einskis endurgjalds krafizt." Bayreuth varð fyrir valinu, og var leikhúsið reist þar á grænni hæð í hinu fegursta umhverfi með tilstyrk góðra manna undir forystu vinar Wagners og vel- unnara, Lúðvíks II. Bajarakonungs. Og í Bayreuth lét Wagner lúðra gjalla og kveðja saman þýzka þjóð 1876, um Iíkt leyti og minnzt var á Fróni með þjóðhátíð ís- lands þúsund ára. Einnig hin þýzka þjóð gat þá minnzt síns uppruna og sameðlis sem einnar örlagaheildar. í fjarvídd goðsagnarinnar, eða í ljósi þeirrar heims- myndunarsögu, sem Wagner rakti í fjórum ginnmögnuðum sjónarspilum, studd- um þeim fornu fræðum, sem skráð eru í Eddu og sögum okkar lands, mátti þjóð hans sjá sjálfa sig sem í skuggsjá og kanna rök mannlegrar tilveru sinnar. „Nifl- uugahringurinn“ hljómaði hér í Bayreuth í fyrsta sinn í heild, og sagan varð að veruleika. Draumar Wagners rœttust! Eða fór ekki svo?--------------. Thomas Mann, binn mikli stríðsmaður Wagners, svarar þeirri spurningu á þessa leið: „Draumar? Hugarórar? - Jú, þeir áttu eftir að rætast - eða ef ekki alveg að rætast þá að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.