Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 11

Andvari - 01.01.2003, Page 11
ANDVARI FRÁ RJTSTJÓRA 9 Þegar talað er um að íslenskt þjóðfélag sé ríkt er miðað við almenna mæli- kvarða sem tíðkast að leggja á auð þjóða, þjóðarframleiðslu og tekjur á hvert mannsbam. í slíkum samanburði höfum við íslendingar sterka stöðu. Hins vegar verður ekki sagt að umgengni okkar við peninga sé til fyrirmyndar. Sannast að segja förum við með þá sem leikföng oft og einatt. Frá því var skýrt nýlega (DV 30. ágúst 2003) hversu bankar og greiðslukortafyrirtæki ganga hart fram í að festa unglinga í neti sínu. Þessir aðilar hreiðra um sig í framhaldsskólum og gera nemendum kostaboð um lánafyrirgreiðslu. Og unglingum hættir jafnan til að gæta ekki nauðsynlegrar fyrirhyggju, enda kannski ekki verið innrætt það heima fyrir. Þannig verða þeir auðveld bráð slyngra sölumanna. Þess eru mörg dæmi, segir í fyrmefndu blaði, að ung- menni taki sér hlé frá skólagöngu eða hreinlega detti út úr skóla vegna greiðslukortaskulda. Menntaskólastúlkur sem lentu í vandræðum út af slíku segja frá því að fyrstu daga skólaársins voru þjónustufulltrúar frá öllum bönkunum með bása í skólahúsnæðinu þar sem nemendum var gefið sælgæti og kortaþjónustan kynnt. Þar er allt auðvelt um vik til að láta drauma sína rætast. Það þarf engan ábyrgðarmann vegna kortanna né heldur fyrir yfir- dráttarheimildum allt upp í 250 þúsund. Ekki þarf heldur ábyrgðarmann fyrir tölvuláni allt upp í 300 þúsund, segja þær. „Maður er ekki spurður um eitt né neitt og engar upplýsingar virðast fara milli bankanna um skuldastöðu kort- hafa. Það er vel skiljanlegt að margir missi sig í þetta í þessu rosalega neyslu- þjóðfélagi sem við lifum í. Og þegar upp er staðið er það alltaf bankinn sem stórgræðir á öllu saman.“ Þannig segja þessar ungu stúlkur frá. Bankar eiga víst ekki að vera upp- eldisstofnanir, en verður samt ekki að krefjast ábyrgðar af þeim þegar þeir leggja net sín fyrir unglinga? Og hvað um skóla sem hleypa fulltrúum bank- anna í slíkan veiðiskap innan sinna vébanda? Hver er þeirra ábyrgð? I því blaði sem hér er vitnað í segir blaðamaðurinn Haukur Lárus Hauksson rétti- lega af þessu tilefni: „Það getur varla verið meiningin að ungt fólk hrekist beinlínis frá námi vegna þess að bankamir hafa ruglað fjármálavitund þess. Eða er það kannski, þegar öllu er á botninn hvolft, hagur banka og sparisjóða að ungt fólk leggi af stað út í lífið með skuldasnöru um hálsinn?“ * „Rosalegt neysluþjóðfélag“, - það er sú samfélagsmynd sem blasir við ungu fólki sem er að byrja að fóta sig í tilverunni. Og varla furða þótt það misstígi sig. Langt er orðið frá því fátæktarbasli sem varð hlutskipti fyrri kynslóða og lagði stein í götu margra efnilegra ungmenna sem vildu komast til náms. - A þessu hausti er minnst 150 ára afmælis Stephans G. Stephanssonar, en mynd- arleg ævisaga hans hefur nú verið gefin út. Þegar aðeins lifði ár hinnar nítj- ándu aldar, 1899, orti Stephan eitt sitt magnaðasta og djúpviturlegasta kvæði,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.