Andvari - 01.01.2003, Síða 13
SIGURÐUR PÉTURSSON
Hannibal Valdimarsson
1. Bernska og uppvöxtur
Hannibal Gísli Valdimarsson var fæddur í Fremri-Amardal í Skutuls-
firði, Norður-ísafjarðarsýslu 13. janúar 1903. Ævi hans spannar
næstum alla tuttugustu öldina og segja má að hann hafi verið einn
þeirra er ófu þráðinn sem okkar nútímaþjóðfélag er spunnið úr við
upphaf tuttugustu og fyrstu aldar. Hannibal var kominn af aljíýðufólki
sem háði harða lífsbaráttu við ómannúðlegar aðstæður við Isafjarðar-
djúp. Saga foreldra hans er dæmisaga margra fjölskyldna frá því fyrir
heilli öld. Tími sem er svo órafjarlægur en samt svo nærri.
Foreldrar Hannibals voru Valdimar Jónsson, fæddur 29. mars 1866
á Eyri í Ingólfsfirði á Ströndum, dáinn 29. mars 1922 og Elín Hanni-
balsdóttir, fædd 4. ágúst 1866 á Neðri-Bakka í Langadal í Nauteyrar-
hreppi, Norður-ísafjarðarsýslu, dáin 18. desember 1953.
Faðir Valdimars var Jón Jónsson bóndi og hákarlaformaður frá
Melum í Ámeshreppi, Guðmundssonar, Magnússonar bónda á sama
stað. Móðir hans var Helga Guðmundsdóttir frá Kjörvogi í sömu sveit,
dóttir Guðmundar Jónssonar bónda þar og í Ingólfsfirði og Þorbjargar
Gísladóttur sem fædd var á Eyri í Ingólfsfirði.
Móðir Elínar var Sigríður Arnórsdóttir, prófasts í Vatnsfirði við Isa-
fjarðardjúp, Jónssonar prests á Mosfelli í Mosfellssveit, Hannessonar
bónda í Marteinstungu í Holtum, Rangárvallasýslu. Móðir Sigríðar var
Guðrún Magnúsdóttir, síðari kona séra Amórs, dóttir Magnúsar Jóns-
sonar sem nefndur var eymdarskrokkur og Guðrúnar Magnúsdóttur í
Tröð í Súðavík. Eru þau af Eyrarætt, kennd við Eyri í Seyðisfirði við
Djúp. Faðir Elínar var Hannibal Jóhannesson, bóndi á Neðri-Bakka í
Langadal og síðar Tungu í Nauteyrarhreppi, sonur Jóhannesar Guð-