Andvari - 01.01.2003, Page 14
12
SIGURÐUR PETURSSON
ANDVARI
mundssonar bónda á Kleifum í Skötufirði, Sigurðssonar hins sterka.
Móðir Hannibals var Guðríður Jónsdóttir, Bjarnasonar frá Blámýrum í
Ögursveit. Er það Kleifaætt, frá Skötufirði við Djúp.
Búskaparsaga foreldra Hannibals Valdimarssonar er um margt
merkileg og lýsir í hnotskum lífi margra fjölskyldna sem bjuggu við
óöryggi og ótrygga afkomu á þessum tíma, en reyndu af dugnaði og
útsjónarsemi að búa í haginn fyrir framtíð sína og bama sinna.
Valdimar Jónsson og Elín Hannibalsdóttir hófu búskap árið 1895 að
Eiríksstöðum í Laugardal, Ögurhreppi við ísafjarðardjúp. Þau giftust
vorið eftir, 4. maí 1896. Þá bjuggu hjá þeim foreldrar Valdimars, Jón
Jónsson og Helga Guðmundsdóttir, og systir Valdimars, Antonía,
ásamt syni sínum Karli Ágústi. Eiríksstaði má kalla kotjörð, sex
hundruð að jarðamati, fremsti bær í Laugardal að austanverðu, nú
löngu kominn í eyði. Þar voru þó taldar góðar slægjur og silungsveiði
í vatni við bæinn. Þar fæddist þeim Elínu og Valdimar fyrsta bamið.
Það dó í fæðingu.1
Árið eftir flytja þau að Strandseljum í sömu sveit, helmingi stærri
jörð. Þar höfðu þá búið Baldvin og Halldóra, foreldrar Jóns Baldvins-
sonar prentara og síðar forseta Alþýðusambands Islands og formanns
Alþýðuflokksins. Þau voru bæði skyld Elínu. Fjölgar nú mjög á heim-
ilinu því auk þeirra sem bjuggu með þeim fyrstu árin hafa þau nú tvo
vinnumenn sem báðir eru giftir og annar með bam. Matthildur, systir
Elínar, er vinnukona og þrettán ára smali er á heimilinu auk húshjóna
með tvo syni og lausamanns. Alls voru þar nítján í heimili, því haustið
1897 fæddist dóttir, Guðrún, elsta barnið sem upp komst, síðar ljós-
móðir í Hnífsdal, Bolungarvík og Reykjavík.
Vorið 1898 flytja þau Elín og Valdimar enn, nú út í Amardal við
Skutulsfjörð, á jörðina Fremri-Amardal sem er langt frammi í dalnum.
Þau kaupa hálfa jörðina sem er tólf hundruð, en leigja hinn helming-
inn. Þar bjuggu þau allt til ársins 1911 og var það lengsta búseta þeirra
á sama stað. I Arnardal fæddust þeim sjö börn. Tvö dóu í bemsku, en
upp komust: Jón, fæddur 1900, síðar vélsmiður á ísafirði, Hannibal
fæddur 1903, Sigríður fædd 1904, talsímakona og starfsmaður Land-
síma Islands á ísafirði og í Reykjavík, Finnbogi Rútur fæddur 1906,
ritstjóri, bæjarstjóri, alþingismaður og bankastjóri, búsettur í Kópa-
vogi, og Amór fæddur 1908, loftskeytamaður, dáinn á ísafirði 1927.
Foreldrar Valdimars andast bæði hjá þeim í Fremri-Amardal en
Antonía er áfram á heimilinu og þangað kemur einnig Guðrún systir