Andvari - 01.01.2003, Page 24
22
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
Hannibal aðra grein og nú í Morgunblaðinu. Þar deilir hann á íslenska
stúdenta í Kaupmannahöfn fyrir að vera sinnulausa um gistiþjóðina og
vanrækja að fræða hana um ísland og íslensk málefni. Gengju sumir
svo langt í heimalningshætti sínum að þeir legðu sig ekki einu sinni
eftir að læra dönsku sómasamlega. Væri það ekki til þess fallið að auka
samskipti og vináttu á milli þjóðanna. Tóku þeir þetta til sín sem áttu
og urðu einhverjir til að svara Hannibal í blöðum. Af þessu tilefni orti
Jón Helgason forstöðumaður Arnasafns í Kaupmannahöfn:
Að frétta um stúdenta háttalag hér
fannst Hannibal annað en gaman.
Það sýnir hve lundin er þrálát og þver,
þeir þvöðruðu á íslensku saman.
Ó, Hannibal vísaðu harðýðgi á bug,
því hvað má oss vesölum skýla,
ef hervæddur gengirðu af grimmlegum hug
á Glámu með þrjátíu fíla. m
Tvennt kemur þama fram sem síðar mátti sjá hjá Hannibal. í fyrsta lagi
vílaði hann ekki fyrir sér að gagnrýna það sem honum fannst miður
fara, jafnvel þó að í hlut ættu einstaklingar sem venjulega eru taldir
fyrirmenn í þjóðfélaginu. Hinsvegar hve þau vináttubönd sem Hanni-
bal batt við Danmörku og dönsku þjóðina voru sterk. Það sýndi sig
síðar þegar til þess kom að skera á þau formlegu tengsl sem enn bundu
þjóðimar saman.
Á kennaraþinginu var meðal annars rætt um kennslubækur og þótti
Hannibal þar mörgu ábótavant hér á landi, eins og fleirum í kennara-
stétt. Hugleiðingar sínar um kennslubækur og hlutverk kennarans rit-
aði hann í Vesturland þar sem fram kemur afstaða hans í skólamálum:
Sá skóli, sem aðeins hefir góðar kenslubækur en aumlegan kennara, er ávalt
og getur ekki verið annað en aumlegur skóli. Já, hann getur meira að segja
ekki verið neinn skóli, heldur aðeins myrkt hegningarhús fyrir bömin. -
Skólinn er kennarinn. -
... skólinn er til vegna bamanna, og þau ekki vegna hans.15
Með öðrum orðum: Skólinn á að vera lifandi stofnun þar sem fram fer
skapandi starf. Hlutverk kennarans og ábyrgð er mikil við uppeldi
nýrrar kynslóðar, ekki síðra en foreldranna.