Andvari - 01.01.2003, Page 28
26
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
Atvinnuneyð blasti við. Ástæðan voru erfiðleikar í útgerðinni sem
skapast höfðu allt frá síldarverðfallinu 1919, en útslagið gerði gengis-
hækkun íhaldsstjómarinnar sem sat 1924-1927. Utgerðarmenn kom-
ust í þrot og bankarnir tóku bátana. Alþýðuflokksmenn á Isafirði töldu
að forráðamenn bankanna á Isafirði og helstu útgerðarmenn hefðu
ákveðið að nota aðstæðurnar í pólitískum tilgangi til að ná sér niðri á
rauða meirihlutanum. Andstaða íhaldsmanna kom fram með ýmsu
móti. Til dæmis var togarinn Hafstein sem gerður var út af ísfirskum
borgurum skráður á Flateyri þó að hann kæmi þar nær aldrei til hafnar.
Engin opinber gjöld komu því í kassann hjá bolsunum frá þeirri
útgerð.23 Spjótin stóðu á forystumönnum jafnaðarmanna. Eftir um-
ræður í verkalýðsfélögunum og bæjarstjórn var í desember 1927 stofn-
að samvinnufélag um útgerð og samið um smíði fimm nýrra vélbáta í
Noregi og Svíþjóð árið eftir. Lán til bátakaupanna fengust með ábyrgð
bæjarins og ríkisvaldsins sem nú var orðið hliðhollt Alþýðuflokknum.
Samvinnufélag Isfirðinga var næsta áratuginn helsta útgerðarfyrirtæki
í ísafjarðarkaupstað. Þannig var ástatt í stjómmálum bæjarins árið sem
Hannibal kom aftur heim.
Alþingiskosningar voru haldnar 9. júlí þetta sumar. Flestir þing-
menn voru kosnir í einmenningskjördæmum og var Isafjarðarkaup-
staður sérstakt kjördæmi. í framboði voru Haraldur Guðmundsson,
fulltrúi Alþýðuflokksins, og séra Sigurgeir Sigurðsson, sóknarprestur
ísfirðinga sem taldist utan flokka en naut stuðnings íhaldsmanna.
Ihaldsflokkurinn, aðalandstöðuflokkur jafnaðarmanna í bænum, virð-
ist ekki hafa talið vænlegt að bjóða fram sinn eigin frambjóðanda.
Fjórum árum áður hafði Haraldur einnig verið í framboði gegn Sigur-
jóni Jónssyni framkvæmdastjóra. Þá fór kosningin þannig að Sigurjóni
voru úrskurðuð 440 atkvæði en Haraldi 439. Munaði því einu atkvæði
og urðu Alþýðuflokksmenn bæði sárir og reiðir yfir úrslitunum. Deildu
þeir mjög á kjörstjóm fyrir nokkur vafaatkvæði sem hún hafði
úrskurðað Sigurjóni í hag. Úrslitin stóðu hinsvegar óhögguð. Haraldur
var nú fluttur til Reykjavíkur, hafði verið framkvæmdastjóri kaupfé-
lags í Reykjavrk en var nýhættur því starfi. Nú reið á að láta ekki leik-
inn frá árinu 1923 endurtaka sig. Skutull beitti sér fyrir kosningu Har-
alds en Vesturland studdi séra Sigurgeir. Haldnir voru framboðsfundir
en heldur þóttu þeir daufir, jafnvel þó að Vilmundur Jónsson og Sig-
urður Kristjánsson ritstjóri Vesturlands mættust þar. Daginn fyrir kjör-
dag hélt Alþýðuflokkurinn útifund á reitunum í Hæstakaupstað, við