Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 30

Andvari - 01.01.2003, Page 30
28 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI ábyrgðina. En hvernig fer með þá ábyrgð? Þessir borgarar taka sjálfir við skellunum síðar í lífinu, fyrir það, að þjóðfélagið sveik þá meðan þeir voru í æsku. En þegar illa hefir farið fyrir einhverjum, þá lætur þjóðfélagið hnar- reista sýslumenn og aðra slíka, dæma allar sakir á einstaklingana og af sér. Það sjálft þvær hendur sínar eins og Pflatus - og það gerir það í blóði þeirra manna, sem það hefir sjálft steypt í glötun, með því að synja þeim menntunar og þroskunar áður en lagt er á Kaldadal fullorðinsáranna. Þeir urðu úti fyrir handvömm, - þeim var úthýst af þjóðfélaginu.29 Ekki var fegurri myndin sem Hannibal dró upp af ástandi skólamál- anna í Isafjarðarkaupstað. Fræðslumálastjóri leitaði til hans um að verða einn af prófdómurum Bamaskólans á ísafirði vorið 1928. í grein í Skutli í ágúst sama ár fjallaði hann um skólann.30 Böm á skólaskyldu- aldri voru illa læs og skrifandi, sagði hann, og átaldi skólayfirvöld, einkum skólastjóra og fræðslunefnd sem hann sakaði um stórkostlega vanrækslu. Með samanburði við manntöl, komst hann að því að sautján böm á aldrinum 10-13 ára hefðu ekki verið í skólanum eins og skylt var og því ekki komið til prófs. Tók hann þau til prófs og reynd- ust þau flest stirðlæs eða með öllu ólæs. Þá átaldi hann ýmislegt í kennsluskipulagi skólans sem hann taldi ekki uppfylla kröfur laga um fræðsluskyldu til fullnaðarprófs. Skrif og gagnrýni Hannibals hafa eflaust farið fyrir brjóstið á ýmsum framámönnum beggja flokka í bænum, en yfirvöld skólamála mátu áhuga hans og eldmóð. Næsta skólaár bauð fræðslumálastjóri honum kennarastöðu á Akranesi. Ekki leist ráðandi mönnum á Skag- anum vel á þegar þeir heyrðu hvern mann yfirvöld ætluðu að senda þeim næsta vetur. Formaður fræðslunefndar, Ólafur Finsen læknir, til- kynnti að ekkert bam yrði sent í skólann, ef þessi „Jónasardindill“ yrði settur til skólans, og er þar vísað til Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem orðinn var ráðherra kennslumála. Eftir kynni af Hannibal bar ekkert á frekari mótþróa íhaldsmanna á Akranesi og árið eftir var hann beðinn um að halda áfram kennslu en afþakkaði boðið.31 Hélt Hannibal vestur aftur og réðst sem skólastjóri til Súðavíkur haustið 1929. í Súðavík stýrði hann skóla næstu tvö ár við góðan orðstír. Þar gerðust atburðir sem áttu eftir að marka lífshlaup hans. Að því verður vikið í næsta kafla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.