Andvari - 01.01.2003, Síða 32
30
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
aður til skólastjórnar við Gagnfræðaskólann á ísafirði. Þá atvikaðist
það þannig að þáverandi skólastjóri, Jón Ben Ásmundsson, lést af slys-
förum haustið 1974. Var þá leitað til Hannibals sem var nýhættur sem
alþingismaður, og hann fenginn til að stýra skólanum til vors. Ný kyn-
slóð Isfirðinga hafði vaxið úr grasi og fékk nú að kynnast skólamann-
inum Hannibal. Varð hann nemendum minnisstæður sem öruggur leið-
togi og áhugasamur um velferð og félagslíf nemenda. Við næstu götu
stýrði sonur hans, Jón Baldvin, nýstofnuðum menntaskóla Vestfirð-
inga. Þannig fléttuðust saman þræðir í lífshlaupi Hannibals Valdimars-
sonar. En það voru fleiri þræðir spunnir af örlaganomum árin sem
hann bjó í Súðavík, fjórum áratugum fyrr.
4. Verkalýðsleiðtoginn
Ef Hannibals Valdimarssonar yrði minnst fyrir aðeins eitt, væri það
framlag hans til verkalýðshreyfingarinnar á Islandi. Þó að Hannibal
menntaði sig til þess að verða uppfræðari æskulýðsins og nyti þess
starfs út í ystu æsar, markaði starf hans að verkalýðsmálum dýpri spor
í þjóðarsöguna. Frá því hann var beðinn að taka við formennsku í litlu
félagi á Vestfjörðum og þar til hann lét af forystu í heildarsamtökum
íslenskrar alþýðu, fjórum áratugum síðar, voru verkalýðs- og stjómmál
helsta viðfangsefni hans. Sú saga hófst þegar Hannibal var bamakenn-
ari í Súðavík.
Eldskírnin í Súðavík
Verkalýðsfélag Álftfirðinga var stofnað veturinn 1928 fyrir forgöngu
Ingólfs Jónssonar forseta Verklýðssambands Vesturlands, eins og
Alþýðusamband Vestfjarða hét þá. Félagið var veikburða í byrjun og
aðalatvinnurekandinn í Súðavík, Grímur Jónsson, neitaði að viður-
kenna það. Bauðst hann til að stofna styrktarsjóð fyrir verkafólk í
hreppnum ef félagið segði sig úr Alþýðusambandinu. Lofaði hann
dágóðri upphæð í sjóðinn sem átti að vísu ekki að vera til útborgunar
fyrr en eftir 25 ár. Forystumenn félagsins, þeir Halldór Guðmundsson
og Helgi Jónsson, tóku ekki undir slík „gylliboð“. Hækkaði Grímur
jafnvel tímakaup fólksins sem vann hjá honum gegn því að það gengi
ekki í verkalýðsfélagið. Staðan var ekki góð þegar þeir Halldór og