Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 33

Andvari - 01.01.2003, Page 33
ANDVARI HANNIBAL VALDIMARSSON 31 Helgi gengu á fund kennarans í Súðavík og báðu hann um að taka að sér forystu í félaginu.35 Halldór hafði verið formaður í félaginu frá því það var stofnað. Hafði honum verið haldið frá vinnu af þeim sökum og hafði hann þannig ekki vinnu meðan nokkum annan verkamann var að fá í þorpinu. Þegar hann kom til mín, tjáði hann mér að hann sæi ekki fram á að hann gæti fómað heimili sínu og fjöl- skyldu meira fyrir félagið. Sagði hann jafnframt, að þeir félagar fengju engan mann til að taka við félaginu eins og ástandið í þorpinu var. Þeim hefði því dottið í hug að fá mig til forystu í félagið, af því að ég væri ekki háður atvinnurekendum á staðnum í sama mæli sem almennir verkamenn.36 Hannibal stóð frammi fyrir því að verkalýðsfélagið yrði drepið í dróma og barátta fólksins fyrir samnings- og félagarétti að engu gerð. Hann ákvað að ganga til liðs við félagið og var kjörinn formaður þess árið 1930. Veturinn 1931 boðaði félagið verkfall hjá Grími Jónssyni og varð það tilefni átaka. Þannig hagaði til að tvö skip voru væntanleg í plássið, annað með salt og hitt með timbur. Þurfti að róa með farminn í land á minni bátum og bera hann svo upp úr fjörunni. Þegar saltskipið kom var ákveðið að reyna að stöðva löndunarvinnuna ef ekki væri búið að semja við verkalýðsfélagið. Menn utan félagsins, aðallega sjómenn, voru ráðnir í bátana en verkfallsmenn stilltu sér upp í fjörunni til að vama þeim uppgöngu. Varð af þessu nokkur slagur í fjörunni. Hanni- bal minntist sérstaklega vasklegrar framgöngu kvennanna sem sumar voru dregnar á pilsunum um fjöruna. Áflogin í fjöruborðinu stóðu fram eftir morgni, en þar að kom að bamakennarinn þurfti að fara að sinna kennslunni. Hann fór heim, hafði fataskipti og hélt síðan til sinna starfa. Slagurinn í fjörunni tapaðist, liðsmunurinn var of mikill þrátt fyrir vaska framgöngu karla og kvenna í verkalýðsfélaginu. Verkalýðs- félagið hafði hinsvegar annað tromp á hendi. Það var Alþýðusamband- Jð. Hannibal símaði nú til þess og bað um aðstoð. Árni Ágústsson, ungur og upprennandi verkalýðsforingi, var þegar í stað sendur til Súðavíkur.37 Alþýðusambandið réð yfir vopni sem beygt gat marga atvinnurek- endur. Það gat lýst yfir afgreiðslubanni á allar vörur, að og frá atvinnu- rekendum sem ekki vildu semja við verkalýðsfélög innan sambands- ins. Ef reynt var að brjóta þetta bann fengust skipin ekki afgreidd í Reykjavík eða á öðrum helstu höfnum landsins, þar sem verkalýðs- og sjómannafélög voru einhvers megnug. Ekki liðu margir dagar frá því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.