Andvari - 01.01.2003, Page 35
ANDVARI
HANNIBAL VALDIMARSSON
33
fulltrúi Verkalýðsfélags Álftfirðinga. Var hann mjög virkur í störfum
þingsins og kosinn varaforseti Alþýðusambands Vestfirðingafjórð-
ungs, eins og það hét næstu árin.38 Ritari sambandsins varð Guð-
mundur Gíslason Hagalín rithöfundur, fulltrúi Jafnaðarmannafélags-
ins. Guðmundur flutti til ísafjarðar haustið 1928 og var ráðinn bóka-
vörður við Bókasafn ísafjarðar árið 1929. Jafnframt var hann kennari
við unglingaskólann og kvöldskóla iðnaðarmanna. Guðmundur G.
Hagalín og Hannibal Valdimarsson voru nýju mennimir í forystu
Alþýðuflokksins á ísafirði. Báðir höfðu þeir tekið einarðlega afstöðu
gegn kommúnistum í verkalýðshreyfingunni.
Hannibal hóf störf á skrifstofu Samvinnufélags ísfirðinga árið 1931.
Næstu árin starfaði hann þar, fékkst við stundakennslu í Gagnfræða-
skólanum og Iðnskólanum, og sinnti margvíslegum störfum fyrir
verkalýðshreyfinguna og Alþýðuflokkinn. Það hófst með því að stjóm
Alþýðusambands Vestfirðingafjórðungs fól honum að fara til Bolungar-
víkur í maímánuði 1931 og aðstoða við að koma á fót verkalýðsfélagi.
Dvaldi hann þar í hálfan mánuð, hjá Guðrúnu systur sinni sem þá var
Ijósmóðir í Hólshreppi. Þaðan hélt Hannibal til Hesteyrar, Látra og
Sæbóls og hélt fundi til að styrkja Verkalýðsfélag Sléttuhrepps, sem þar
starfaði. I september fór hann ásamt Guðmundi G. Hagalín og stofnaði
Verkalýðs- og sjómannafélagið Súganda á Suðureyri. í sömu ferð
endurreistu þeir verkalýðsfélagið á Flateyri við Önundarfjörð. Um
mánaðamótin janúar-febrúar hélt Hannibal enn af stað og nú til Pat-
reksfjarðar. Þar var kominn upp klofningur í verkalýðsfélaginu sem
átti rætur í deilum milli stuðningsmanna Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins við kosningamar 1931, þó að fleiri mál blönduðust þar
inn í.
... tókst honum hvorttveggja, að jafna að fullu deilumar í félaginu og ná
samningum við atvinnurekendur fyrir félagsins hönd. Á Patreksfirði kom
Finnur Jónsson til móts við Hannibal á leið frá Reykjavík - og mættu þeir á
almennan fund á Patreksfirði fyrir hönd Alþýðuflokksins og andmæltu full-
trúum íhalds og framsóknar.39
Þannig var unnið jöfnum höndum að uppbyggingu verkalýðshreyf-
mgarinnar og útbreiðslu jafnaðarstefnunnar undir merkjum Alþýðu-
flokksins. Árið 1932 hafði Hannibal sannað sig nægilega fyrir verka-
fólki á ísafirði og á aðalfundi Verkalýðsfélagsins Baldurs var hann
kjörinn formaður félagsins í stað Finns Jónssonar. Nokkru síðar átti