Andvari - 01.01.2003, Síða 39
andvari
HANNIBAL VALDIMARSSON
37
þennan fund sljákkaði nokkuð í mönnum, og meiri kyrrð færðist yfir,
eins og þegar slettir í logn eftir stórviðri“, skrifaði Finnbogi Bemódus-
son verkamaður og sjómaður í Bolungarvík.47
, Næstu vikur geisaði deilan mest í blöðunum Skutli og Vesturlandi á
Isafirði og var púðrið ekki sparað. Þar gengu harðast fram oddviti
Hólshrepps, Jóhannes Oddsson, og héraðslæknirinn Halldór Kristins-
son, en Hannibal varð til svara. „Dindilmennið á ísafirði", og „Dindil-
mennið í gapastokknum“ nefnast greinar Jóhannesar í Vesturlandi, en
ein af greinum Halldórs „Óheppilegur leiðtogi og skitin blaða-
mennska“. Má af þeim ráða innihaldið. Nokkurt upphlaup varð á ísa-
firði þegar reynt var að leysa út vömsendingar til Bolungarvíkur með
fógetaúrskuði. Var talið að vörumar væru ætlaðar fyrirtæki Högna og
Bjarna. Fjölmennur fundur samþykkti áskorun til bæjarfógetans:
Almennur verkalýðsfundur haldinn að tilhlutan verkalýðsfélagsins Baldur á
Isafirði 23. júní 1932, mótmælir harðlega tilraun lögregluvaldsins til að grípa
inn í deilu þá, er verklýðssamtökin eiga í við þá Högna Gunnarsson og Co
Bolungarvík og beinir fundurinn eindregið þeirri áskorun til bæjarfógetans,
að hann beiti ekki valdi sínu á þennan hátt framvegis.
ísafirði 23. júní 1932.
F.h. fundarins
Helgi Hannesson fundarritari.
Hannibal Valdimarsson fundarstjóri.48
Orðsendingin var afhent Oddi Gíslasyni bæjarfógeta daginn eftir að
viðstöddu fjölmenni. Að því loknu var haldinn nýr fundur, til að skipu-
^ggja sveit verkamanna og sjómanna sem átti að vera til taks á nóttu
sem degi til þess að halda uppi verkbanninu. Áfram hélt vinnustöðv-
unin og flutningsbannið þar til níu vikur voru liðnar. Þá loksins var
undirritaður samningur verkalýðsfélagsins við þetta harðsnúna íhalds-
fyrirtæki í Bolungarvík. Niðurstaðan varð mikill sigur fyrir verkafólk,
verkalýðsfélagið og hreyfinguna á Vestfjörðum. Óskoraður leiðtogi
verkafólks var Hannibal Valdimarsson.
Verkalýðsfélagið Baldur / Alþýðuhús ísflrðinga
Hannibal var formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs frá 1932 til ársins
1939. Baldur var forystufélag verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum