Andvari - 01.01.2003, Side 44
42
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
fæddur 6. nóvember 1935, Elín, fædd 15. nóvember 1936, Guðríður,
fædd 15. desember 1937 og Jón Baldvin, fæddur 21. febrúar 1939.
Heimili þeirra Hannibals og Sólveigar markaðist auðvitað af þeirri
stöðu sem Hannibal hafði í höfuðstað Vestfjarða. Þar komu forystu-
menn jafnaðarmanna saman til ráðagerða og fundahalda og þar sinnti
Hannibal skrifum í Skutul. Oft hefur það tekið drjúgan tíma frá heim-
ilislífinu, því mörgum árásum og áróðri þurfti að svara, þegar menn
stóðu fremst í fylkingu verkalýðshreyfingar og stjómmála á Isafirði.
Sólveig sinnti heimili og börnum og tók auk þess að sér saumaskap.
Oft hefur það hjálpað upp á heimilishaldið. Auk þess erils sem fylgdi
bamahóp og félagsmálum var gestkvæmt á heimili Sólveigar og
Hannibals, því ættingja áttu þau marga í Djúpinu, sem stóðu við um
skemmri tíma í kaupstaðarferðum eða fengu að dveljast um lengri tíma
vegna skólagöngu.
Eftir að Hannibal var kjörinn á Alþingi fluttist fjölskyldan suður til
Reykjavíkur um skeið, en sneri aftur að fáum árum liðnum. Skólastjór-
inn og alþingismaðurinn tók sig þá til og reisti fjölskyldu sinni reisulegt
einbýlishús handan við skólalóð Gagnfræðaskólans. Húsið Skólagata
10 á ísafirði er tvílyft steinhús, 217 fermetrar, með flötu þaki og tum-
hæð í einu homi. Brúnir efra þaksins em skreyttar kastalamynstri. Það
hlýtur að hafa verið mikið átak fyrir Hannibal að koma húsinu upp, þar
sem hann hafði lengst af lítil laun haft fyrir margþætt og erilsöm störf.
Þegar þama var komið hafði hagur hans vænkast nokkuð, hann var orð-
inn skólastjóri og alþingismaður í ofanálag. I Skólagötu bjó fjölskyldan
aðeins í fjögur ár, þar til Hannibal var kallaður suður til Reykjavíkur til
nýrra verkefna. í kjölfarið fylgdi fjölskyldan honum suður á ný.
Hannibal bjó yfir gríðarlegri starfsorku. Hann virðist hafa verið
sístarfandi frá morgni til kvölds. Oft mun hann hafa vaknað milli fimm
og sex á morgnana til að ganga frá blaðagreinum sem þurftu að kom-
ast í prentsmiðjuna.5í Hannibal var mikið á faraldsfæti sem verkalýðs-
foringi og stjórnmálamaður, ekki síst eftir að hann varð alþingismaður
árið 1946. Annríki og fjarvera frá heimili hafa sett mark sitt á fjöl-
skyldulífið. Hannibal átti soninn Ingjald með Hólmfríði Ingjaldsdóttur
í Reykjavík árið 1951.
Það var nokkur hefð hjá foringjum jafnaðarmanna á Isafirði að hafna
þjónustu þjóðkirkjunnar. Mun þessi afstaða ekki hafa verið óalgeng
bæði hjá jafnaðarmönnum og fríkirkjusinnum á Norðurlöndum á
þessum tíma. Átti þetta við um bæði Vilmund og Finn og Guðmund