Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Síða 56

Andvari - 01.01.2003, Síða 56
54 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI Þegar aðskilnaður íslands og Danmerkur komst á dagskrá á árum síðari heimsstyrjaldar töldu margir að skera ætti á tengslin fyrir fullt og allt án frekari ráðstafana, þar sem Danmörk væri hersetin af Þjóð- verjum og þarafleiðandi gæti konungur ekki uppfyllt þær skyldur sem sambandslögin frá 1918 gerðu ráð fyrir. Margir Islendingar, einkum þeir sem menntast höfðu eða búið í Danmörku, töldu að aðskilnaður landanna mætti alls ekki fara fram með þessum hætti á meðan Danir væru undirokaðir af óvinveittu stórveldi og gætu ekki komið fram fyrir sína hönd. íslendingum bæri því að bíða með sambandsslit þar til að stríði loknu. Báðir hópar voru sammála um að slíta bæri kon- ungssambandinu og stofna lýðveldi á Islandi. Spurningin var um aðferðina. Hannibal tók hér fasta, óhagganlega afstöðu, eins og hans var von og vísa. Hann taldi ekki koma til greina að slíta sambandinu við Dani án þess að gefa þeim kost á að standa í eigin fætur fyrst og mæta íslendingum á jafnréttisgrunni. Þessari afstöðu gerði Hannibal grein fyrir í Skutli. Hlaut hann af því mikla gagnrýni bæði sjálfstæðismanna og sósíalista sem gengu harðast fram í hraðskilnaðarleiðinni. Alþýðu- flokkurinn var eini flokkurinn sem vildi bíða með að ganga endanlega frá lýðveldisstofnun þar til viðræður hefðu farið fram við Dani. Þegar kom fram á árið 1943 urðu rök lögskilnaðarmanna, eins og þeir sem vildu bíða voru kallaðir, heldur þunn, þar sem liðin voru þau 25 ár sem sambandslögin áttu að gilda og samningur þjóðanna því fallinn úr gildi. íslendingar gátu því ráðið eigin framtíð sjálfir. Samt vildu margir lögskilnaðarmanna, þar á meðal Hannibal, enn bíða með stofnun lýð- veldis og vanda betur til nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Islands. Og þegar Alþýðuflokkurinn gaf eftir og samþykkti þjóðaratkvæðagreiðsl- una í maí og í framhaldi af því lýðveldisstofnun 17. júní 1944, hélt Hannibal áfram að andæfa hinni nýju stjómarskrá í Skutli. Alþýðu- blaðið neitaði að birta grein hans um málið og Ríkisútvarpið neitaði að birta auglýsingu frá forseta Alþýðusambands Vestfjarða þar sem sagði: „Vestfirsk alþýða! Vertu trú - vertu sterk! Hlýddu engu, nema sam- visku þinni við þjóðaratkvæðagreiðsluna.“74 Barátta Hannibals og skoðanabræðra hans sætti þannig mikilli and- stöðu helstu stjómmálaflokka og hagsmunasamtaka á Islandi sem reyndu óspart að þagga sjónarmið þeirra niður. Síðar á ævinni gaf Hannibal Valdimarsson út bók með greinum og skrifum lögskilnaðar- manna og kallaði bókina Bannfærð sjónarmið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.