Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 57

Andvari - 01.01.2003, Page 57
andvari HANNIBAL VALDIMARSSON 55 Eftirmál urðu nokkur vegna skrifa Hannibals í Skutul. Miðstjórn Alþýðusambands íslands sem að stórum hluta var skipuð sósíalistum sendi skeyti til Alþýðusambands Vestfirðingafjórðungs og óskaði eftir því að sambandið hætti útgáfu Skutuls. Jafnframt lýsti hún yfir að blaðið væri Alþýðusambandi íslands algerlega óviðkomandi. Stjórn ASV sinnti þessum boðum í engu og studdi forseta sinn og ritstjóra einróma. Á þingi ASV í júlí 1944 var Hannibal endurkosinn forseti og til að forðast frekari árekstra við móðursambandið í Reykjavík var Hannibal afhentur Skutull „til fullrar eignar og umráða“.75 Hér eftir varð Hannibal „ábyrgur ritstjóri og útgefandi“. I ávarpi til lesenda tók hann fram að Skutull yrði eftir sem áður málsvari lýðræðisjafnaðar- manna, verkalýðssamtaka og bindindis.76 Áhrif Hannibals má merkja á því að rúmlega 97 af hundraði kjós- enda á landinu samþykktu niðurfellingu sambandslagasáttmálans frá 1918 og 95 af hundraði samþykktu nýju stjómarskrá íslenska lýðveld- tsins. Á ísafirði var hlutfall þeirra sem samþykktu stjómarskrána 82,8% og var hvergi jafnlágt á landinu. Þar sögðu heil tíu prósent nei við stjómarskránni, eins og Hannibal lagði til, en í öðrum kjördæmum var hlutfallið yfirleitt um 1%.77 Afram hélt Hannibal að beita Skutli fyrir vagn jafnaðarstefnunnar næstu misserin og var blaðið nú orðið þekkt um allt land. Náði það nokkurri útbreiðslu út um landið á þessum árum. Á 25. ári blaðsins haustið 1947 lét Hannibal af ritstjórn Skutuls og afhenti blaðið Alþýðuflokknum á ísafirði, sem gefið hefur blaðið út síðan, þó tölu- hlöðum hafi fækkað mikið frá því Hannibal hélt þar um penna.78 Varð °ú nokkurt hlé á ritstjórastörfum Hannibals. Það átti síðar fyrir Hannibal að liggja að verða ritstjóri dagblaðs, án þess að hafa ætlað sér það hlutskipti, enda störfum hlaðinn alþingis- niaður og flokksformaður á sama tíma. Aðstæður höguðu því þann veg að eftir að Hannibal varð formaður Alþýðuflokksins gerðist hann rit- stjóri Alþýðublaðsins, höfuðmálgagns hans frá árinu 1919. Bróðir hans Finnbogi Rútur hafði áður ritstýrt blaðinu á árunum 1934-38 og gert það að öðru stærsta dagblaði landsins á þeim árum, svo að hjó nærri Alorgunblaðinu. Ekki var sami völlur á Alþýðublaðinu árið 1952 þegar Hannibal tók við ritstjóm, því fjárhagserfiðleikar höfðu hrjáð blaðið um árabil. Var það reyndar ein ástæðan fyrir því að hann settist í rit- stJÓrastól; það þurfti ekki að borga honum laun sem ritstjóra þar sem hann var þegar í öðru starfi. Þau tvö ár sem Hannibal stýrði blaðinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.