Andvari - 01.01.2003, Page 62
60
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
þá ósk að Hannibal segði sig úr Þjóðvörn. „Tóku fundarmenn undir
það með almennu lófataki. Auk Jónasar sögðu Jón H. Guðmundsson,
Sigurður Guðmundsson og Hannibal Valdemarsson nokkur orð
hver.“85 Síðar á fundinum var Finnur Jónsson alþingismaður fram-
sögumaður um stjómmálaviðhorfin. Hannibal og Gylfi völdu báðir Al-
þýðuflokkinn í þetta skiptið.
Það gerði Finnbogi Rútur bróðir Hannibals ekki. Hann fór í framboð
í Gullbringu- og Kjósarsýslu á vegum Sósíalistaflokksins í alþingis-
kosningunum haustið 1949, „vegna áskorana frjálslyndra vinstrimanna
og sósíalista“, eins og það hét. Hann gekk ekki í Sósíalistaflokkinn og
taldi sig óháðan honum, en berjast fyrir stefnuskrá Alþýðuflokksins.
Forysta Alþýðuflokksins hefði brugðist og því sagði hann sig úr þeim
flokki. Það var afstaðan til herstöðvamálsins og inngöngunnar í Atl-
antshafsbandalagið sem riðu baggamuninn hjá Rúti.86 Finnbogi Rútur
Valdimarsson náði kjöri sem landskjörinn þingmaður.
Hannibal var áfram í framboði fyrir Alþýðuflokkinn, enda aðstaðan
önnur þar sem hann var þegar þingmaður flokksins. I kosningum til
Alþingis haustið 1949 átti Alþýðuflokkurinn við ramman reip að
draga. Samstarf hans með sjálfstæðis- og framsóknarmönnum varð
honum ekki til framdráttar. Hannibal hélt þingsæti sínu sem uppbótar-
þingmaður í Norður-ísafjarðarsýslu, þótt Alþýðuflokkurinn tapaði
tveim sætum og fengi aðeins 7 þingmenn.87
*
Þingmaður Isfírðinga
/ /
I árslok 1951 barst sú frétt til Isafjarðar að Finnur Jónsson alþingis-
maður ísfirðinga væri látinn, 57 ára að aldri. Þar með höfðu ísfirskir
jafnaðarmenn misst einn helsta forystumann sinn í þrjá áratugi. Auka-
kosning um þingsæti bæjarins fór fram í júní 1952. Nú þótti mikið
liggja við, því talið vár að Finnur nyti fylgis langt út fyrir raðir Alþýðu-
flokksins og frambjóðandi sjálfstæðismanna, Kjartan Jóhannsson
læknir, sótti mjög á í undangengnum kosningum. Þingsæti Isafjarðar
var ekki lengur tryggt í höndum Alþýðuflokksins, því auk sjálfstæðis-
manna buðu bæði sósíalistar og framsóknarmenn fram gegn jafnaðar-
mönnum. Urslitin urðu þau að Hannibal hreppti þingsætið með 644
atkvæðum, en Kjartan læknir var aðeins níu atkvæðum á eftir. Þó
alþýðuflokksmenn gætu glaðst yfir sigri Hannibals voru blikur á lofti