Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 74

Andvari - 01.01.2003, Page 74
72 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI því ráðið meirihluta miðstjórnarinnar. Helsta hlutverk hennar var að samþykkja framboð á vegum bandalagsins. Hannibal var formaður Alþýðubandalagsins og Einar Olgeirsson varaformaður. Einar var jafn- framt formaður Sósíalistaflokksins. Miðstjómin kom sjaldan saman og raunveruleg völd í Alþýðubandalaginu voru lengst af í höndum þing- flokksins.107 Þar höfðu sósíalistar tögl og hagldir. Formaður þing- flokksins var Einar Olgeirsson. Umræðan um framtíð Alþýðubandalagsins stóð í heilan áratug. I upphafi virðist sem sú skoðun hafi verið ráðandi bæði innan Málfunda- félagsins og hluta Sósíalistaflokksins að Alþýðubandalagið yrði gert að eiginlegum stjómmálaflokki með aðild jafnaðarmanna úr Alþýðu- flokki, Þjóðvarnarflokki og jafnvel Framsóknarflokki auk sósíalista. Sósíalistaflokkurinn gerði samþykkt í þá átt í desember 1956.108 Kommúnistar innan Sósíalistaflokksins með Brynjólf Bjarnason fremstan vildu halda í Sósíalistaflokkinn sem baráttutæki hugsjóna sinna og vörn fyrir hin svokölluðu sósíalísku lönd. Taldi Brynjólfur að margir sósíalistar hefðu dignað í kjölfar leyniræðu Khrútsjofs og inn- rásarinnar í Ungverjaland 1956 og viljað þvo af sér kommúnistastimp- ilinn með því að leggja Sósíalistaflokkinn niður. Fljótlega virðist sem bæði hannibalistar og meirihluti sósíalista missi áhugann á málinu. Hannibal og stuðningsmenn hans hafa trúlega óttast að missa undir- tökin í flokknum í hendur sósíalista á meðan ekki tókst að fá Alþýðu- flokkinn eða Þjóðvamarflokkinn inn í bandalagið. Af þessu leiddi að Sósíalistaflokkurinn starfaði áfram og átti náin samskipti við ráðandi öfl bæði í Sovétríkjunum og Austur-Þýskalandi allt fram til 1968.109 Innan Alþýðubandalagsins var togstreita á milli félaga í Sósíalista- flokknum og þeirra sem stóðu utan hans. Og til að fullkomna myndina var ekki síður togstreita meðal sósíalista um stefnu eigin flokks og afstöðuna gagnvart Alþýðubandalaginu. Árið 1959 var kjördæmaskipuninni breytt og haldnar tvennar alþingiskosningar til að koma breytingunni á. I þessum kosningum missti Alþýðubandalagið nokkurt fylgi, Framsóknarflokkurinn vann á, en Alþýðuflokkurinn hélt sínu. Fylgi Alþýðubandalagsins var 15,3% í fyrri kosningunum sem var minna en Sósíalistaflokkurinn einn hafði lengst af fengið og slétt 16% í þeim síðari. Finnbogi Rútur hvarf nú af þingi, þar sem hann var orðinn bankastjóri í Utvegsbankanum. Hanni- bal breytti líka til, um haustið færði hann sig úr Reykjavík og settist í efsta sæti Alþýðubandalagsins í hinu nýja Vestfjarðakjördæmi. Hlaut
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.