Andvari - 01.01.2003, Síða 75
andvari
HANNIBAL VALDIMARSSON
73
listi Hannibals og félaga 658 atkvæði, litlu minna en Alþýðuflokkur-
inn, og fleytti Hannibal inn á Alþingi sem uppbótarmanni.110
Alþýðuflokkurinn myndaði minnihlutastjórn með stuðningi Sjálf-
stæðisflokksins í árslok 1958 með það að markmiði að koma á kjör-
daemabreytingunni og skera á efnahagshnútinn sem vinstri stjómin
skildi eftir sig. Að loknum haustkosningunum 1959 mynduðu Alþýðu-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur ríkisstjóm sem nefndist Viðreisn og sat
allt til ársins 1971.
Þjóðvamarflokkurinn bauð fram til Alþingis í síðasta sinn árið 1959,
fékk 2,5 og 3,4% atkvæða og engan mann kjörinn. Málgagn þjóðvam-
armanna, Frjáls þjóð, deildi mjög harðlega á SósíalistaflokJcinn og
meinta þjónkun hans við kommúnistaríkin í Austur-Evrópu. Höfnuðu
þeir samstarfi við sósíalista og Alþýðubandalagið nema tekin væri upp
gagnrýnin afstaða til kommúnismans og kommúnistaríkjanna. Helsta
baráttumál þjóðvamarmanna var annars brottför bandaríska hersins og
úrsögn íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Þar fóru baráttumálin saman
með Alþýðubandalaginu. Upp úr 1960 voru umræður milli þjóðvamar-
rnanna, hannibalista og fleiri vinstri manna um samstarf, en ekkert
varð úr.111
A þingi Sósíalistaflokksins árið 1962 urðu þeir ofaná sem kallaðir
voru alþýðubandalagssinnar. Margir gömlu kommúnistanna hurfu úr
Tflðstjóm flokksins og ný kynslóð með ný viðhorf virtist ætla að taka
við.112 Sósíalistar kölluðu eftir samstarfi allra sem vildu berjast gegn
hugmyndum um inngöngu íslands í Efnahagsbandalag Evrópu sem þá
var til umræðu innan viðreisnarstjórnarinnar.
Fyrir alþingiskosningamar 1963 samþykktu þjóðvarnarmenn að
laka upp samstarf við Alþýðubandalagið.113 Mikil átök urðu þá um
skipan framboðslista í Reykjavík, þar sem sósíalistar vildu ekki sam-
Þykkja að Bergur Sigurbjömsson úr röðum þjóðvarnarmanna skipaði
fjórða sæti listans. Hann hafði gagnrýnt mjög hollustu sósíalista við
háoskvuvaldið í Frjálsri þjóð, málgagni Þjóðvamarflokksins. Sam-
komulag tókst ekki fyrr en Hannibal Valdimarsson hafði hótað að slíta
samstarfi við sósíalista, ef þeir létu ekki undan.114 Alþýðubandalagið
hélt sínum 16 prósentum, en tapaði einum þingmanni frá síðustu þing-
kosningum. Þótti það heldur rýr árangur eftir að hafa innbyrt þjóð-
vamarmenn.
Togstreitan hélt áfram innan Alþýðubandalagsins og uppgjörið við
hina kommúnísku fortíð og afstöðuna til Sovétríkjanna sem margir