Andvari - 01.01.2003, Page 76
74
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
bjuggust við innan Sósíalistaflokksins, varð aldrei. Loks þegar ákveðið
var að leggja Sósíalistaflokkinn niður og breyta Alþýðubandalaginu í
stjórnmálaflokk höfðu Hannibal Valdimarsson og nánustu samstarfs-
menn hans yfirgefið skipið.
9. Sameining jafnaðarmanna
Vonin um að Alþýðubandalagið gæti orðið sameiningarvettvangur
jafnaðarmanna úr Sósíalistaflokki, Alþýðuflokki, Þjóðvarnarflokki og
jafnvel Framsóknarflokki fjaraði smám saman út á sjöunda áratugnum.
Hluti þjóðvamarmanna gekk til liðs við Alþýðubandalagið, en að öðru
leyti staðnaði hreyfingin í innbyrðis togstreitu þeirra hópa sem upphaf-
lega mynduðu kosningabandalagið, hannibalista og sósíalista. Sósíal-
istaflokkurinn var alla tíð ráðandi afl í þingflokki Alþýðubandalagsins,
þó Hannibal ætti að heita formaður þess og annar helsti áhrifamaður.
Sósíalistaflokkurinn og félög hans störfuðu áfram allt til ársins 1968
og sósíalistar höfðu tögl og hagldir í helstu stofnunum Alþýðubanda-
lagsins.
Aðstaðan til að nálgast jafnaðarmenn í Alþýðuflokknum var ekki
auðveld. Flokkurinn var í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum sam-
fellt frá 1959 til 1971 og Alþýðubandalagið í stjómarandstöðu. Stærsti
hluti alþýðuflokksmanna undi þessu ástandi vel. Sú staðreynd að Sós-
íalistaflokkurinn hélt áfram vinsamlegum samskiptum við kommún-
istastjómir í Austur-Evrópu og Þjóðviljinn varði þjóðskipulagið þar
eystra hélt mörgum vinstri manninum frá Alþýðubandalaginu. A tíma-
bili varð Framsóknarflokkurinn meira aðlaðandi stjórnmálaafl fyrir
ungt vinstrisinnað fólk í landinu, en gömlu verkalýðsflokkarnir.
Alþýðusamband íslands
Staða Hannibals innan Alþýðubandalagsins var sterk framan af,
einkum vegna stöðu hans sem forseti Alþýðusambands íslands. Þar átti
hann sitt bakland og sína hörðustu stuðningsmenn um allt land. Þeirra
á meðal var Björn Jónsson á Akureyri, þingmaður Alþýðubandalags-
ins, sem starfað hafði í Sósíalistaflokknum frá stofnun hans. Innan
Alþýðusambandsins komst smám saman á valdajafnvægi stjórnmála-
flokkanna, þannig að forysta alþýðubandalagsmanna var ekki vefengd,